fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fréttir

Segir að fjölmenningarstefnan hafi beðið skipbrot

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. september 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danski þingmaðurinn Naser Khader er ekki lengur bjartsýn fyrir hönd Dana hvað varðar fjölmenningarstefnuna. Hann telur að landið sé að skiptast upp í nokkur samfélög sem lifa hlið við hlið og hafa enga samúð eða skilning á hinum samfélögunum. Hann segir að ummæli ungra múslima sýni að þörf sé á stefnubreytingu.

Þetta sagði hann á landsfundi danskra íhaldsmanna, De Konservative, um helgina.

„Fjölmenningarstefnan hefur allsstaðar beðið skipbrot.“

Sagði Khader og bætti við að þess sjáist nú merki í Danmörku og um allan heim. Khader er sjálfur múslimi en foreldrar hans eru frá Palestínu og Sýrlandi.

Hann sagði að þar til nýlega hefði hann verði þess fullviss að fjölmenningarstefnan myndi heppnast og hafi verið bjartsýnn á að með þriðju og fjórðu kynslóð innflytjenda væru innflytjendurnir orðnir hluti af Danmörku og því sem danskt er, eins og gyðingar eru.

„Þeir iðka sína trú og hafa hana fyrir sig en á opinberum vettvangi eru þeir hluti af Danmörku og nota dönsk nöfn. Maður aðlagast menningarlega en glatar ekki uppruna sínum.“

Hann sagði að það sé ekki að gerast og að það sé umhugsunarefni að Tyrkir af þriðju og fjórðu kynslóðum innflytjenda hafi nýlega stutt Erdogan, Tyrklandsforseta, í þjóðaratkvæðagreiðslu.

„Þeir þykjast vera umburðarlyndir en greiða atkvæði með því að Tyrkland færist fjær réttarríkinu og í átt að fasisma. Tryggð þeirra liggur hjá ættjörð afa þeirra og ömmu en ekki landinu þar sem þeir hafa alist upp og hefur gefið þeim allt. Það eru einnig dæmi um að fólk geti aldrei tekið upp á því að segja að það sé danskt, jafnvel þótt það sé fætt og uppalið hér. Að vera danskur er níðyrði í sumum gettóum.“

Hann sagðist telja að þróunin væri mjög alvarleg og að þörf sé á stefnubreytingu. Til að byrja með þurfi að hætta að leyfa fólki að sækja um hæli í Danmörku. Þess í stað eigi Danir að taka á móti kvótaflóttamönnum í auknum mæli og þannig stýra því að þeir sem koma vilji koma til Danmerkur. Einnig telur hann að hætta eigi „mjúkri“ aðlögun.

„Við verðum að hætta þessari afslöppuðu stefnu um að þetta muni allt reddast. Á meðan við höfum þetta þannig breytist ekkert. Við eigum ekki aðeins að krefjast aðlögunar hvað varðar lýðræði og réttinda einstaklinga. Við eigum einnig að krefjast menningarlegrar aðlögunar.“

Orð Khaders má rekja til nýlegarar stefnuyfirlýsingar samtaka ungra múslima í Danmörku en þar segja þeir að aðlögun sé algjörlega útilokuð.

„Við erum ekki framandi innflytjendur í Danmörku, við erum fædd hér og uppalin eins og aðrir Danir og eigum því rétt á að skilgreina gildi landsins til jafns við aðra Dani sem ekki eru múslimar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi – Brotið þótti ekki nógu alvarlegt

Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi – Brotið þótti ekki nógu alvarlegt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“