fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Smári líkir málinu við Jimmy Savile og uppsker reiði: „Níðingur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 16. september 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tíst Smára McCarthy, þingmanns Pírata, á ensku, hefur vakið nokkra athygli en þar líkir hann þeirri atburðarás sem orðið hefur í stjórnmálunum hér undanfarna daga við mál hins þekkta breska barnaníðings, Jimmy Savile. Líking Smára vekur svo mikla reiði sumra sjálfstæðismanna að þeir kalla Smára „níðing á þingi“.

Jimmy Savile var þekktur og vinsæll sjónvarpsmaður á Bretlandi á árunum 1960 til 1990. Eftir dauða hans kom í ljós að hann hafði fjölda barna og unglinga kynferðislega og nýtt til þess aðstöðu sína sem frægur og vinsæll sjóvnarpsmaður. Savile átti í kunningsskap við marga áhrifamenn sem síðar hafa reynt að sverja af sé tengsl við hann.

Færsla Smára McCarthy á ensku er svohljóðandi:

„Iceland’s Jimmy Savile case: our PM, who was in the Panama Papers, has hid for two months his father’s support for a pedophile’s clemency.
8:02 PM – Sep 14, 2017“

Þetta útleggst á íslensku:

Íslenska Jimmy Savile málið. Forsætisráðherrann, sem var í Panama-skjölunum, hefur í tvo mánuði falið stuðning föður síns við miskunn yfir barnaníðingi.

Jimmy Savile
Jimmy Savile

Páll Bragi Kristjónsson, fyrrverandi bókaútgefandi og athafnamaður, skrifar um þetta á Facebook:

„ÓGEÐSLEGT. Þessi svívirðilega samlíking vekur athygli erlendra fjölmiðla í umfjöllun vegna pólitískrar upplausnar á Íslandi.

NÍÐINGUR á Alþingi.“

Tíst Smára vekur ekki bara athygli Sjálfstæðismanna því Bubbi Morthens skrifar: „Þetta er ömurlegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum
Fréttir
Í gær

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar