fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Fréttir

Keyrði á flugvél á Keflavíkurflugvelli

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 16. september 2017 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það óhapp varð á flughlaði Keflavíkurflugvallar fyrr í vikunni að ökumaður á vinnuvél frá veitingaþjónustufyrirtæki ók á flugvél í stæði. Ökumaðurinn gat ekki framvísað vinnuvélaskírteini því hann hafði aldrei öðlast réttindi til að stjórna vinnuvél.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum. Ástæðan fyrir óhappinu var sú að ökumaður vinnuvélarinnar steig á eldsneytisgjöfina þegar hann ætlaði að stíga á bremsuna. Dæld kom á skrokk vélarinnar við höggið.

Verið var að búa flugvélina til brottfarar þegar vinnuvélinni var ekið á hana og dróst brottförin
um sólarhring meðan verið var að ganga úr skugga um að hún væri hæf til flugs.

Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Birtu myndband af harkalegu mannráni – Vildu þvinga hann til að skilja við eiginkonuna

Birtu myndband af harkalegu mannráni – Vildu þvinga hann til að skilja við eiginkonuna
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gunnar Smári hraunar yfir nýja kosningaspá: „Safnhaugur misskilnings, dellu og vondra vinnubragða”

Gunnar Smári hraunar yfir nýja kosningaspá: „Safnhaugur misskilnings, dellu og vondra vinnubragða”
Fréttir
Í gær

Bjarni segir aðgerðir kennara „handahófskenndar og ósanngjarnar“

Bjarni segir aðgerðir kennara „handahófskenndar og ósanngjarnar“
Fréttir
Í gær

„Þetta er merki þess að samfélag okkar hefur misst vitið“

„Þetta er merki þess að samfélag okkar hefur misst vitið“