fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

María Lilja og Hildur Lilliendahl segja Hótel Rangá hlutgera konur: „Æ særði stólinn tilfinningar þínar?“

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 14. september 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barstólar sem Hótel Rangá deildi á Facebook-síðu sinni í dag hafa farið fyrir brjóstið á mörgum og hrannast þar inn fordæmingar á stólunum, sem líkjast neðri hluta kvenmanns. María Lilja Þrastardóttir blaðamaður reið á vaðið og segir að stólarnir hlutgera konur og að hótelið væri „heimskulegt karlrembusvín“.

Ekki eru allir sammála Maríu Lilju og skrifar til að mynda Christina nokkur Picchi: „Æ særði stólinn tilfinningar þínar?“. María Lilja svarar játandi og spyr á móti hvort hvort hún væri sama sinnis. „Nei, ég er ekki svo viðkvæm að barstól með fætur móðgi mig,“ svarar Picchi.

Því svarar María Lilja að hún ætti að móðgast þar sem það sé ekkert fyndið við hlutgervingu kvenna. „Og ég og íslensku stelpurnar mína tökum því ekki af léttúð,“ skrifar María Lilja og vísað til fleiri kvenna sem töldu stólana ósmekklega.

Þar má nefna Albínu Huldu Pálsdóttur sem skrifar: „Þetta er ótrúlega ósmekklegt og niðurlægjandi fyrir konur. Mér finnst þetta ekki vera í samræmi við þá ímynd sem ég hafði af Hótel Rangá.“

Önnur kona, Ragnheiður Júlía Ragnarsdóttir, spyr til hvers sé verið að höfða með svona auglýsingu. „Oj. Til hverra reynið þið að höfða með þessari auglýsingu? Eru „slísí“ og „krípí“ ný einkunnarorð rekstursins?“

Hildur Lilliendahl tekur undir þetta og skrifar: „Einungis körlum tekst að vera krípí og slísí á sama tíma. Guð hvað þið megið fokka ykkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið
Fréttir
Í gær

Svona mikið þarf Ísland að borga til að verða við kröfu Trump

Svona mikið þarf Ísland að borga til að verða við kröfu Trump
Fréttir
Í gær

Vinslit hjá Margréti og Ingu Sæland: „Hún hefur ekki látið í sér heyra eftir að hún komst í ríkisstjórn“

Vinslit hjá Margréti og Ingu Sæland: „Hún hefur ekki látið í sér heyra eftir að hún komst í ríkisstjórn“
Fréttir
Í gær

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“