fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Fréttir

Ólafur og Hannes tóku inn froskaeitur í Amazon: „Þetta var helvíti á jörðu,“

Upplifðu ójarðneskar kvalir – Leið fjórum sinnum út af

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 12. september 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er enn að vinna úr þessari reynslu og reikna með því að það muni taka einhvern tíma. Þetta var erfitt en að sama skapi ein magnaðasta reynsla sem ég hef gengið í gegnum,“ segir Ólafur Kjartansson í samtali við DV. Ólafur er nýkominn heim frá Amazon-frumskóginum þar sem hann dvaldi meðal þarlendra seiðkarla og tók meðal annars inn frosakeitur í andlegum tilgangi og segir að margsinnis hafi liðið yfir hann af kvölum. Vinur Ólafs, Hannes Hlífar Stefánsson, var með í för og hann deilir ekki upplifun Ólafs af förinni. „Ég er feginn að hafa komist lifandi frá þessum stað,“ segir Hannes.

Upplifðu ójarðneskar kvalir

Ólafur segist hafa átt hugmyndina að ferðinni og fengið Hannes Hlífar með sér með einstökum sannfæringarkrafti. „Þetta eru aldagamlar hefðir og aðferðir sem njóta orðið sívaxandi vinsælda meðal erlendra ferðamanna sem eru leitandi á andlega sviðinu. Meðal annars er meðferðin talin hafa góð áhrif í baráttunni gegn kvíða og þunglyndi,“ segir Ólafur. Þeir félagarnir flugu til Lima, höfuðborgar Perú, og héldu þaðan djúpt inn í Amazon-frumskóginn. „Næsti bær frá staðnum var í um fimm klukkustunda fjarlægð, tvær klukkustundir í akstri og síðan tæplega þriggja tíma bátsferð að auki,“ segir Ólafur. Því var enga hjálp að fá ef eitthvað færi illa.

Ólafur og Hannes upplifðu margt meðan á dvölinni stóð en inntaka kambó-froskaeitursins var eitt hið eftirminnilegasta. „Kambó hefur nýverið verið rannsakað og er talið hafa á ótalvegu góð áhrif á líkamlega og andlega heilsu. Eitrið er brennt í húðina í okkar tilviki á þremur punktum,“ segir Ólafur. Hann kveðst hafa sagt Hannesi vini sínum að efnið væri þúsund sinnum sterkara en morfín en gleymt að taka það fram að það gilti ekki um vímugildi efnisins. „Hannes beið spenntur eftir því að vera brenndur með efninu enda bjóst hann við að upplifa jólin. Hann komst hins vegar að því að hann var að fara að upplifa ójarðneskar kvalir,“ segir Ólafur og getur hlegið að minningunni.

Leið fjórum sinnum útaf af sársauka

Í athöfninni situr hver og einn þátttakandi með fötu fyrir framan sig því allir þátttakendur kasta óhjákvæmilega upp. „Innfæddir flykkjast að, því þeir hafa gaman af að fylgjast með hinum erlendu gestum ganga í gegnum þessa raun,“ segir Ólafur. Innan við hálfri mínútu eftir að hann fékk eitrið í líkama sinn fann hann hjartað byrja að slá sífellt örar. „Í framhaldinu fór ég að anda á ljóshraða, síðan taldi ég mig hafa lokað augunum af þjáningu,“ segir Ólafur.

Hann áttaði sig síðan á því að hann hafði liðið út af og það gerðist alls fjórum sinnum. Sársaukinn var samt viðvarandi.
„Ég var alltaf vakinn aftur með herkjum með fötu af ísköldu vatni en eftir athöfnina fékk ég að vita að ég hefði framkvæmt mikið af spastískum hreyfingum meðan á yfirliðinu stóð. Í lokin ældi ég svo vel og duglega. Mér hefur sjaldan liðið jafnmikið eins og hetju og að þessu loknu,“ segir Ólafur og ítrekar við blaðamann að hann mæli eindregið með athöfn sem þessari. Hannes er ekki sama sinnis: „Þetta var helvíti á jörðu,“ segir hann í stuttu og stopulu spjalli við blaðamann í gegnum Facebook. Hannes var fastur á flugvellinum í Miami-borg út af hrikalegum afleiðingum fellibyljarins Irmu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

„Þetta er eiginlega fáránlegt kl. 23 þann 11. nóvember!“

„Þetta er eiginlega fáránlegt kl. 23 þann 11. nóvember!“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Guðni segir Framsókn oftast hafa reynst þjóðinni best – Hefur mikla trú á nýjum liðsmanni flokksins

Guðni segir Framsókn oftast hafa reynst þjóðinni best – Hefur mikla trú á nýjum liðsmanni flokksins