fbpx
Mánudagur 16.desember 2024
Fréttir

Safna fyrir hjálparhundi handa Helga Erni 6 ára: Greindur með einhverfu og CP

Hjálparhundar handa einhverfum fást ekki niðurgreiddir af tryggingum – „Það er synd að við séum svona aftarlega á merinni“

Auður Ösp
Föstudaginn 8. september 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rut Vestmann er móðir hins sex ára gamla Helga Arnar sem greindur er með einhverfu og CP. Draumur fjölskyldunnar er að útvega Helga Erni hjálparhund sem gæti veitt honum nauðsynlegan stuðning í daglegu lífi en þau sjá fram á að þurfa sjálf að standa undir öllum kostnaði við þjálfun hundsins þar sem að raskanir Helga Erni falla ekki undir skilyrði Tryggingamiðstöðvar.

Í samtali við blaðamann segir Rut að hugmyndin um hjálparhund handa Helga Erni hafi komið upp fyrir nokkrum mánuðum.

„Síðan fór ég bara að lesa mér til og fannst þetta frábær hugmynd. Hinsvegar hefur hvorugt okkar foreldrana átt hund þannig við vorum og erum á algjörum byrjunarreit. Við fengum hunda í pössun og fundum þá að þetta er miklu meiri pakki en að kaupa bara hund. Eftir það sáum við að það þarf sérþjálfun fyrir hundinn og Helgi þarf leiðbeiningar,“ segir Rut en hún hefur nú komið á laggirnar styrktarsíðu á facebook þar sem viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. „Ég byrjaði á því að stofna síðuna til að athuga viðbrögð við styrk frá mínum vinum á facebook og síðan hafi síðan bara undið upp á sig á ótrúlegum hraða.“

Samkvæmt gildandi lögum um sjúkratryggingar eru leiðsögu og hjálparhundar flokkaðir sem hjálpartæki blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga og þurfa að teljast nauðsynlegir fyrir viðkomandi notanda. Hjálparhundar sem ætlaðir eru meðal annars hreyfihömluðum, heyrnarlausum og flogaveikum eru hinsvegar ekki niðurgreiddir af tryggingum þar sem þeir eru ekki samþykktir sem hjálpartæki. Líkt og Rut bendir á eru hjálparhundar notaðir víða erlendis fyrir til að mynda aldraða og einstaklinga sem glíma við jafnvægisvandamál, félagslega einangrun, þunglyndi eða einhverfu og falla þá undir skilgreininguna þjónustuhundar.

„Hinsvegar er ekkert slíkt í boði á Íslandi nema blindrahundar. Það er synd að við séum svona aftarlega á merinni hvað þetta varðar. Sem er sorglegt, það er leiðinlegt að elta lestina í stað þess að leiða hana áfram.“

Rut lýsir Helga Erni sem yndislegum og ljúfum dreng.

„Hann tjáir sig ekki á yrtu máli og er alltaf einn fyrir utan það að vera með okkur fjölskyldunni. Helgi Örn hefur ákveðnar aðferðir til að höndla það þegar áreitið í umhverfinu verður of mikið, þær aðferðir notar hann til að róa sig og líða betur.“

Fjölskyldan telur að hjálparhundur gæti lært að róa Helga Örn í aðstæðum sem hann ræður ekki við og veitt honum þar að auki vellíðan og félagsskap. Slíkur hundur þyrfti að gangast undir þjálfun sérfræðings auk þess sem Helgi Örn þyrfti sjálfur leiðsögn í að umgangast hann.

„Slík þjálfun kostar ekki meira né minna en 2.000.000 kr ef við viljum gera þetta vel og vera viss um að þetta muni gera sitt gagn. Hinsvegar er hægt að fara aðeins ódýrari leiðir sem við munum líklega nýta okkur þar sem 2 milljónir er frekar óraunhæft markmið. Mér fannst mjög erfitt að „opinbera“ okkur svona en ákvað að setja það ekki fyrir mig í þetta skipti og þar sem ég, móðir hans er hjúkrunarfræðingur í dagvinnu og pabbinn nemi í tækniskólanum þá liggja nú ekki 2 milljónir á eldhúsborðinu.“

Þeir sem hafa áhuga á styðja við bakið á Helga Erni og fjölskyldu hans er bent á eftirfarandi styrktarreikning:

Rn: 0307 – 13 – 127502
Kt: 150186-3669

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknar samþykkja kjarasamning

Læknar samþykkja kjarasamning
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“