fbpx
Fimmtudagur 20.mars 2025
Fréttir

Ný stjarna er fædd: „Ég elska þig“ sagði Simon Cowell

Auður Ösp
Miðvikudaginn 6. september 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nafn hinnar 19 ára Shanaya Atkinson-Jones er á allra vörum eftir að hún tók þátt í áheyrnarprufum fyrir nýjustu seríu X Factor þáttanna í Bretlandi seinasta sunnudag. Tilfinningaþrunginn flutningur hennar á slagaranum Say Something kallaði fram tár á hvörmum dómnefndarinnar en það var ekki síður baksaga Shanaya sem snerti hug og hjörtu dómaranna og áhorfenda.

„Líf mitt var erfitt í byrjun. Ég var ættleidd,“ sagði Shanaya við Simon Cowell þegar hann spurði hana hvaðan hún hefði fengið sjálfsöryggi til að taka þátt í áheyrnarprufunum. Bætti Shanaya við að stuðningur foreldra hennar og fjölskyldunnar hefði ýtt henni út í að láta drauminn rætast.

„Þau hafa gert allt fyrir mig. Þau hafa gert allt til að tryggja það að eigi eins gott líf og mögulegt er,“ sagði Shanaya á öðrum stað, þakklát fyrir stuðning foreldra sinna.

Eftir að hún lauk flutningi sínum var augljóst að dómnefndin var dolfallin yfir hæfileikum hennar, einkum Nicole Scherzinger sem þurfti að hamast við að þerra tárin. „Þú ert óslípaður demantur. Ég er þakklát fyrir það sem var að eiga sér stað rétt í þessu,“ sagði hún við söngkonuna ungu og Louis Walsh tók í sama streng:

„Þetta var hið fullkomna lag og hin fullkomna lag.“

Þá gekk Simon Cowell jafnvel svo langt að segja: „Ég elska þig“:

„Allt sem ég vonaði að við myndum finna í ár stendur núna fyrir framan mig. Það var eins og lagið hefði verið skrifað fyrir þig. Það var eins og þegar ég heyrði það í fyrsta skipti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þingnefndin skoði lögreglu, en ekki blaðamenn

Þingnefndin skoði lögreglu, en ekki blaðamenn
Fréttir
Í gær

Guðrún Kvaran gagnrýnir Höllu forseta: „Þá á hún að skrifa und­ir „Halla Tóm­as­dótt­ir“ og ekk­ert annað“

Guðrún Kvaran gagnrýnir Höllu forseta: „Þá á hún að skrifa und­ir „Halla Tóm­as­dótt­ir“ og ekk­ert annað“
Fréttir
Í gær

Þykir ekki mikið til skýringa Rósu koma – „Óskýrara verður orðasalatið varla“

Þykir ekki mikið til skýringa Rósu koma – „Óskýrara verður orðasalatið varla“
Fréttir
Í gær

Taldi að hættulegur maður væri kominn til Bolungarvíkur – Lögreglumenn voru reiðubúnir að grípa til vopna

Taldi að hættulegur maður væri kominn til Bolungarvíkur – Lögreglumenn voru reiðubúnir að grípa til vopna