fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fréttir

Busakeppni MH harðlega gagnrýnd – Þrjú stig fyrir „þrísleik“ og bónusstig fyrir að ríða á túr: „Jesús, djöfulsins viðbjóður“

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 28. ágúst 2017 15:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Slúðurblað Menntaskólans við Hamrahlíð, Fréttapési, er harðlega gagnrýnt innan Facebook-hópsins Beautytips 30+ en þar var mynd deilt þar sem sjá má stigagjöf fyrir busakeppni. Samkvæmt blaðinu fá nýnemar þrjú stig fyrir meðal annars að „fara í 10 á einu kvöldi“, „þrísleik með tveimur strákum“ og „pissa á skólalóðina á skólatíma“. Fréttapési segir svo að busar fái bónusstig fyrir að „ríða á túr“, „fá sér tattú“, „flassa einhvern“ og „vera fyrsta hjá einhverjum“, svo nokkur dæmi séu nefnd. Listann má sjá fyrir neðan í heild sinni. Lárus H. Bjarnason, rektor MH, segir í samtali við DV að þetta sé ekki efni sem hann kærir sig um að sé dreift í skólanum.

Í slúðurblaðinu er busakeppninni lýst svo: „Enginn veit í raun hver uppruni busakeppninnar heilögu er en við vitum að þetta er ævaforn hefð hérna í MH. Við í Fréttapésa eigum því miður ekki heiðurinn á því að hafa skrifað busakeppnina en okkur ber þó skylda að deila henni með ykkur busunum svo að þið getið tekið þátt […] Keppnin stendur yfir alla busaönnina og í lok annar telja keppendur stigin sín og sá sem stendur uppi með flestu stigin fær titilinn „hinn heilagi busi“.“ Búið er að afmá sumt á listanum sem bendir ef til vill til þess að hann hafi verið grófari áður.

„Djöfulsins viðbjóður“

Líkt og fyrr segir er keppnin harðlega gagnrýnd á Beautytips á Facebook. Þar eru konur á einum máli um að busun sem þessi sé ekki eðlileg. „Banna þetta busabull. Ég fór í gegnum hræðilega busun. Fékk ofnæmi fyrir ógeðisdrykk, fötin mín skemmd og eggjum grýtt í mann. Þetta er algjör steypa og bara vettvangur fyrir þá illa innrættu að njóta sín,“ skrifar ein kona.

Önnur segir að busun verði grófari og grófari með hverju ári: „Þessar vígslur verða bara grófari og grófari, hvaða hálfviti skrifaði þetta? Ég man ekki svo mikið eftir minni busavígslu en hún var bara jákvæð, meira eins og þrautabraut minnir mig.“ Sú þriðja segist hafa verið of hrædd við busun sem þessa til að fara í menntaskóla: „Þetta er ein ástæða því ég fór ekki í sķola eftir grunnskóla því ég vildi ekki verða busuð og var hrædd. Mér finnst allt í lagi að hafa busun en á smekklega hátt og friðsælan. Því þarf allt vera eitthvað sem lætur manneskjunni líða illa og svona.“

Önnur kona segir að barnið sitt sé í MH og hún ætli að ræða við sitt barn. „Jesús, djöfulsins viðbjóður. Sorrý með mig, en unga fólkið er á svo miklum villigötum. Bara áfram krakkarnir sem eru ekki á þessum stað, en mikið hlýtur að vera erfitt að standast þrýstinginn. En nú spyr ég, er sjálfsvirðing á algjöru undanhaldi?,“ spyr ein kona.

Áður gagnrýnt

Slúðurblaðið hefur áður verið til umræðu en árið 2015 greindi Fréttablaðið frá því hvernig Álfheiður Marta Kjartansdóttir var tekin fyrir í blaðinu og stimpluð drusla. Þá var hún sextán ára busi og hafði unnið sér það til saka að kyssa strák í nemendafélagsferð skólans. „Þar er mynd af mér þar sem ég er að kyssa strák með fyrirsögninni „Sjálfsalinn fær sér eina með öllu“,“ lýsti Álfheiður Marta þá. Þá sagði Fréttablaðið frá því að meðal umfjöllunarefnis í blaðinu hafi verið stúlka sem var sögð vera með svo stór brjóst að þau væri hægt að nota sem kodda og stúlka með höfuð fest á ryksugu.

Lárus H. Bjarnason, rektor MH, sagði þá að þeir nemendur sem hafi skrifað umræddan Fréttapésa hafi fengið stranga áminningu. Hann sagði þó að hans tilfinning væri að Fréttapési hafi verið grófari áður fyrr. „Þetta getur gerst vegna þess að það er auðvitað ritfrelsi í landinu en við höfum bent nemendum á ábyrgð þeirra á útgefnu efni,“ sagði Lárus.

Lárus segir nú í samtali við DV að þetta sé ekki efni sem hann kærir sig um að sé dreift í skólanum. „Að mínu mati er þetta ekki samboðið opinberri menntastofnun og maður bregst við samkvæmt því. Við erum ekki með einhverja allsherjarritskoðun en viljum að þeir sem gefi efnið út gangist við ábyrgð sinni,“ segir Lárus. Hann vill ekki segja til um hvort nemendurnir verði áminntir en vísar í skólareglur. Af þeim að dæmi má telja allar líkur á því að nemendurnir sem skrifuðu Fréttapésa verði áminntir. „Sérstaklega þegar þetta hefur fordæmi,“ segir Lárus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi – Brotið þótti ekki nógu alvarlegt

Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi – Brotið þótti ekki nógu alvarlegt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“