fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Stefán Karl vill ekki styttu af sér: „Ég er kominn í bullandi samkeppni“

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 23. ágúst 2017 12:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Karl Stefánsson leikari segist fullkomlega andvígur því að stytta verði reist af sér í Hafnarfirði. Ríflega 80 þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista á heimasíðunni Change.org þar sem yfirvöld eru hvött til að setja upp styttu af honum í heimabæ hans. Stefán bendir að það eru álíka margir og skrifuðu undir undirskriftalista um að endurreisa heilbrigðiskerfið.

„Ég er kominn í bullandi samkeppni hérna án þess að vita af því fyrr en nú. Endurreisum heilbrigðiskerfið fékk 86.761 undirskrift en ég er kominn með 83.830 undirskriftir á Change.org þar sem Adem A. nokkur frá Glasgow, United Kingdom vill að mér verði reist stytta í Hafnarfirði,“ skrifar Stefán Karl á Facebook.

Stefán Karl segist þó þakklátur fyrir hlý orð Adem. „Ég er því að sjálfsögðu fullkomlega andvígur því að vera einhver stytta en vildi gjarnan fá að deila með ykkur því sem Adem segir og í leiðinni minna okkur öll á að það er hægt að hafa áhrif, hvort sem það er á einstaklinga eða stærri hópa ef við erum jákvæð, stöndum saman og gefum af okkur,“ skrifar Stefán Karl en Adem segist vilja þakka leikaranum kærlega fyrir miklu áhrif sem hann hefur haft á æsku sína.

„Stefán Karl er dásamleg manneskja sem hefur hjálpað bæði börnum og fullorðnum út um allan heim, og veitt ennþá fleiri börnum gleði. Hann hefur ennfremur talað um einelti og hvernig það eigi stöðva það. Þessi maður á ekki skilið það sem hann er að ganga í gegnum. Ef þú styður þetta, endilega deildu þessu þá hvert sem þú getur,“ segir í lýsingu undirskriftasöfnunarinnar.

Stefán svarar Adem svo á ensku og segist stoltur af því að vera hluti af æskuminningum Adem. „Þú mátt vita það að þú hefur líka gefið mér eitthvað og það er það sem lífið snýst um, gefa og taka. Saman getum við staðið sterkari gegn öllu því slæma sem getur gerst í lífinu, hvort sem það sé krabbamein eða eitthvað annað,“ skrifar Stefán Karl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti