fbpx
Miðvikudagur 11.september 2024
Fréttir

Friðrik Erlingsson: „Í efstu lögum samfélagsins eru karlmenn sem halda hlífiskildi yfir dólgum sem selja aðgang að börnum“

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 3. ágúst 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðrik Erlingsson, tónlistarmaður og rithöfundur, segir í pistli á Knúzinu það vera staðreynd að ungar stúlkur og drengir séu seld í vændi til hátt settra manna í íslensku samfélagi. Margir hafa varpað fram þeirri spurning hvort slíkt tíðkist hér á landi líkt og erlendis. Bæði Benedikt Erlingsson og Illugi Jökulsson hafa spurt hvers vegna svo fáir íslenskir barnaníðingar komu úr „æstu stéttum“ samfélagsins þrátt fyrir að slíkar hneigðir sé óháðar stétt og stöðu.

Friðrik gengur lengra en þeir og segir þetta vera staðreynd. „Sannleikurinn er sá að í okkar litla samfélagi fá dólgar og dópdílerar að komast upp með að halda stúlkum og drengjum í ánauð fíknar og neyslu og selja þessi börn í vændi eða gera þau út til innbrota. Sannleikurinn er sá að lögreglan veit og lögmenn vita og fjöldi embættismanna vita vel hverjir þessi menn eru. Þrátt fyrir það virðast dólgarnir búa við algjöra friðhelgi,“ skrifar Friðrik en hann er einna helst þekktur fyrir að vera meðlimur í Sykurmolunum og höfundur Benjamín dúfu.

Sjá einnig: Benedikt Erlingsson um Robert Downey: „Hér geti verið um að ræða net barnaníðinga sem teygir sig gegnum stjórnsýsluna“

Friðrik segir að börnin fullyrði að margir vændiskaupendur hafi verið úr efstu stétt samfélagsins. „Sannleikurinn er sá að stúlkur og drengir sem hafa losnað úr ánauð þessara manna sem vændisþrælar, hafa sagt í viðtölum að kúnnar þeirra hafi verið hátt settir menn, m.a. prestar, þingmenn, embættismenn, forstjórar, lögmenn o.sv.fr. Í okkar litla samfélagi er ótrúlegt að dólgarnir fái að komast upp með slíkt ofbeldi gagnvart börnum. Ótrúlegt en satt. Það er líka ótrúlegt að í kúnnahópi vændis séu karlar úr svokölluðum „efstu lögum samfélagsins.“ Ótrúlegt en satt,“ skrifar Friðrik.

Friðrik vísar til máls Roberts Downey en það máli hefur orðið til þess að umræða um þetta kviknaði. „Málið sem hæst hefur risið undanfarið, og það með réttu, varpar ljósi inn í sótsvart skúmaskot samfélags okkar. En svo virðist sem samfélagið hafi náð þeim þroska, a.m.k. tímabundið, að það lætur hvorki skömm né þöggun halda aftur af sér, en tjáir sig opinskátt af réttlátri reiði og heilbrigðri hneykslan.

En málið er mun stærra en einn maður og afbrot hans og hin fáfengilega yfirbót sem honum er rétt úr hendri siðblindra yfirvalda; gætum þess að halda þessum eina manni ekki svo fast í brennipunktinum að hin illmennin falli utan sjónsviðsins. Því að í „efstu lögum samfélagsins“ eru karlmenn sem halda hlífiskildi yfir dólgunum sem selja aðgang að börnum, sem halda þeim í viðjum fíknar og græða á því.

Og sé það nú raunin að lögregla og yfirvöld viti vel hverjir þessir menn eru, þá má það teljast með hreinum ólíkindum að þeim sé ekki safnað saman og settir á bakvið lás og slá,“ skrifar Friðrik.

Sjá einnig: Illugi spyr hvers vegna svo fáir „fínir menn“ hafi verið dæmdir fyrir barnaníð: „Hvar eru hinir íslensku barnaníðingahringir?”

Friðrik spyr hvort það gæti verið að kerfið sé að hlífa þessum mönnum. „Getur það verið satt að kerfið hlífi þeim í eiginhagsmunaskyni? Getur það verið satt að karlar innan kerfisins nýti sér þjónustu dólganna og séu þess vegna undir hælnum á þeim?

Sannleikurinn er sá að það er erfitt að treysta kerfi sem lætur það óáreitt að börn hér á landi séu neydd til að stunda vændi. Með alltof vægum dómum í kynferðisbrotamálum hefur dómsvaldið virðislækkað þann skaða sem þolendur verða fyrir og um leið virðislækkað afbrot gerenda. Og í hinu margumtalaða máli, sem mest hefur verið um fjallað að undanförnu, gengur virðislækkun afbrotsins út yfir allan þjófabálk,“ skrifar Friðrik.

Friðrik bendir á að ef ekkert er gert nú þegar krafa um aðgerðir er sem mest þá muni það staðfesta illan grun: „Sannleikurinn er sá, að ef ekkert gerist af hálfu yfirvalda í þessum málum, nú þegar krafan um aðgerðir er hærri en nokkru sinni fyrr, þá mun slíkt aðgerðarleysi staðfesta þann illa grun að dólgarnir séu í raun fleiri og staðsettir mun víðar í okkar litla samfélagi en aðeins í hinum svokölluðu „undirheimum.“ Sannleikurinn virðist semsagt vera sá, að þessir „undirheimar“ nái yfir mun stærra svæði í samfélaginu en okkur óraði fyrir. Þess vegna þurfum við að halda áfram að hafa hátt, hafa mjög hátt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ingvar Smári gagnrýnir viðbrögð Helga Magnúsar – „Sumum störfum fylgja fórnir og það er óþarfi að fara í einhvern feluleik með það“

Ingvar Smári gagnrýnir viðbrögð Helga Magnúsar – „Sumum störfum fylgja fórnir og það er óþarfi að fara í einhvern feluleik með það“
Fréttir
Í gær

Stofna samtök gegn óþarfa flugi á Reykjavíkurflugvelli – „Fólk er búið að fá nóg“

Stofna samtök gegn óþarfa flugi á Reykjavíkurflugvelli – „Fólk er búið að fá nóg“
Fréttir
Í gær

Óhugnanlegt kynferðisbrotamál á Vesturlandi – Nauðgaði 13 ára stúlku – Tældi í gegnum Snapchat og greiddi fyrir með Breezer-flöskum

Óhugnanlegt kynferðisbrotamál á Vesturlandi – Nauðgaði 13 ára stúlku – Tældi í gegnum Snapchat og greiddi fyrir með Breezer-flöskum
Fréttir
Í gær

Sagðist hafa fengið uppsagnarbréf vegna erlends uppruna og óléttrar sambýliskonu

Sagðist hafa fengið uppsagnarbréf vegna erlends uppruna og óléttrar sambýliskonu