fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Helga er óvinnufær: „Ég óttast sífellt að rekast á Stígamótafólk eða femínista sem hata mig“

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 26. júlí 2017 09:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtakanna 78, segir að Stígamótamálið hafi tekið mikið á. Hún steig fram nýverið og segðist hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi og einelti að hálfu yfirmanna Stígamóta meðan hún starfaði þar.

„Mér finnst allt þetta Stígamótamál vægast sagt ömurlegt. Í dag er ég óvinnufær. Ég er greind með mjög alvarlegt þunglyndi og kvíða og komin á kvíðalyf í fyrsta skipti á ævinni. Mig dreymir martraðir, ég forðast að vera úti á meðal fólks og upplifi mig óörugga í femínískum rýmum. Ég óttast sífellt að rekast á Stígamótafólk eða femínista sem hata mig fyrir að sverta þessa vöggu femínískrar baráttu gegn ofbeldi,“ skrifar Helga í pistli á vefnum Knúz.

Hún segist hafa þjökuð af samviskubiti og fordómum gagnvart sjálfri sér. „Stundum næ ég ekki einu sinni að fara í sturtu í marga daga í röð. Aðra daga ligg ég undir sæng og spæni í mig heilu þáttaseríurnar. Ég innbyrði ótæpilegt magn af sykri og gosi. Mér finnst ég ógeðsleg. Mér finnst ég ekki eiga neitt gott skilið. Maðurinn minn sér um heimilið og börnin að langmestu leyti. Þá litlu orku sem ég á reyni ég að spara fyrir börnin mín, en ég finn að ég er ekki eins góð mamma og ég var og það svíður. Ég er þjökuð af samviskubiti og fordómum gagnvart sjálfri mér. Fordómum gagnvart mér sem þunglyndri manneskju. Fordómum gagnvart mér sem þolanda eineltis,“ skrifar Helga.

Sjá einnig: Helga Baldvins ósátt við Stígamót: Fullyrðir að henni hafi verið tjáð nöfn á þjóðþekktum einstaklingum sem sakaðir voru um kynferðisbrot

Helga segist þó vita að þetta sé tímabundið ástand. „Ég hef upplifað þetta allt áður sem afleiðingar andlegs og kynferðislegs ofbeldis. Þess vegna er ég að leyfa mér að vera þarna. Sitja í öllum þessum ömurlegu tilfinningum og reyna taka utan um mig og finnast ég eiga skilið að vera til. Ég á líka góða daga. Daga þar sem ég fer með börnin mín á brúðubílinn eða á stundir með fjölskyldu og vinum þar sem ég upplifi gleði og hlátur. Daga þar sem ég svara fjölmiðlafólki og tala um málið mitt eins og þetta fái ekkert á mig. En svo hryn ég inn á milli og það er allt í lagi,” segir Helga.

Hún segist hafa þrátt fyrir þetta hafa fengið jákvæð viðbrögð frá flestum sem hafa rætt við hana. „Eitt af því sem fékk mig til að tala upphátt um reynslu mína voru viðbrögðin sem ég fékk þegar ég var að ræða þetta við aðrar konur. Það var alveg sama hvort ég var að tala við konur úr akademíunni, kvennahreyfingunni eða hinum ýmsu femínista grúppum. Það var engin þeirra hissa. Flestar höfðu persónulega reynslu af því að „lenda í Guðrúnu“ eða þekktu einhvern sem hafði þá reynslu. Ég varð bæði hissa og sár. Af hverju segir engin neitt? Af hverju gerir engin neitt í þessu? Svörin sem ég fékk voru eitthvað á þá leið að það hefði alltaf verið þessi áhersla í kvennabaráttunni að konur eigi ekki að fara upp á móti konum,“ segir Helga.

Hún segist vilja skila skömminni þar sem hún hafi ekkert gert rangt. „Ég stíg fram vegna þess að ég gerði ekkert rangt, ég hef ekkert til að skammast mín fyrir. Ég er svo heppin að ég á gríðarlega fjölmennt og sterkt bakland sem styður mig í gegnum þetta. Þá er ég ólýsanlega þakklátt öllu því ókunnuga fólki sem hefur gefið sér tíma til að setja sig í samband við mig og hvetja mig áfram. Ég bý við þá gríðarlegu forréttindastöðu að geta borgað fyrir mína eigin áfallameðferð hjá sálfræðingi sem sérhæfir sig á því sviði. Sálfræðingi sem skrifaði fyrir mig þennan miða sem ég reyni að lesa á hverjum degi „Muna að það sem kom fyrir mig segir ekkert um mig, heldur allt um aðstæðurnar sem ég var í og fólkið þar“. Höfum hátt! Skilum skömminni! Ofbeldi á hvergi að líðast!,“ skrifar Helga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lítur framkomu Brynjars Karls alvarlegum augum – „Misbeiting á valdi á ekki heima í okkar hreyfingu“

Lítur framkomu Brynjars Karls alvarlegum augum – „Misbeiting á valdi á ekki heima í okkar hreyfingu“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Farið fram hjá bæjarstjórn við undirritun samnings nýs leikskóla – „Maður spyr sig hvernig þetta gerist“

Farið fram hjá bæjarstjórn við undirritun samnings nýs leikskóla – „Maður spyr sig hvernig þetta gerist“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

200 veikir eftir þorrablót um helgina – Grunur beinist að rófustöppu eða uppstúf

200 veikir eftir þorrablót um helgina – Grunur beinist að rófustöppu eða uppstúf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún í hringiðu málaferla í Flórída – Rekin eftir að hafa neitað að selja getnaðarvarnir af trúarlegum ástæðum

Guðrún í hringiðu málaferla í Flórída – Rekin eftir að hafa neitað að selja getnaðarvarnir af trúarlegum ástæðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hagkaup lofa bót og betrun eftir að Vesturbæingar helltu úr skálum reiði sinnar

Hagkaup lofa bót og betrun eftir að Vesturbæingar helltu úr skálum reiði sinnar