fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Úlfúð meðal skutlara: „Þið þarna drullusokkarnir ykkar sem vinnið nú ljóst og leynt í því að stinga hvert annað í bakið“

Skutlarar deildu um hvort eðlilegt væri að lækka verð á skutli

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 26. júní 2017 15:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar deilur spruttu upp innan Facebook-hópsins Skutlarar á föstudaginn í kjölfar þess að Brynjar Elínarson gagnrýndi aðra skutlara fyrir að lækka verð. Brynjar taldi að með því væru skutlarar að vinna gegn öðrum skutlurum. Þræðinum hefur nú verið eytt en fjöldi manns hafði áður skrifað athugasemd. Hópurinn er nokkuð fjölmennur en í honum eru tæplega 36 þúsund manns.

„Að gefnu tilefni langar mig að fucking vita af hverju fólk er að lækka prísana á skutli og undirbjóða mikið aðra skutlara?

Þetta er að verða sömu aumingjans vinnubrögðin og hjá okur leigubílstjórunum sem rukka fleiri hundruð krónur bara fyrir það eitt að setjast inní bílinn og fá þá til að keyra sig eitthvað.

Þið þarna drullusokkarnir ykkar sem vinnið nú ljóst og leynt í því að stinga hvert annað í bakið og eyðileggja þetta fína og sanngjarna samfélag sem oftar en ekki er allt að 50-60 prósent ódýrari!,“ skrifaði Brynjar aðfaranótt föstudags.

Flestir meðlimir hópsins tóku þessari gagnrýni Brynjar illa og töldu að það sem hann væri að gagnrýna kallaðist einfaldlega heilbrigð samkeppni. „Ég er bara mjög sáttur með að fólk sé að undirbjóða aðra skutlara og lækka prísana,“ skrifaði Jóhann Friðrik Unnsteinsson.

Valþór Pétursson taldi innlegg Brynjars heimskulegt. „Djöfull er þetta heimskulegur status, það er bara mjög eðlilegt að bjóða upp á lægra heldur enn einhver annar á skutli til þess að næla sér í fleiri djobb. Þessi hópur snýst jú um að fá sem ódýrasta farið á milli staða,“ skrifaði Valþór.

Brynjar brást ókvæða við þessari athugasemd og skrifaði: „Djöfull ert þú takmarkaður einn af þeim sem vill allt fyrir ekki neitt!! Svo kemur frá þér „því lægra skutlverð þýðir fleiri skutl!“ En þú smásálin heldur greinilega að allt fáist fyrir ekki neitt og þér sé skutlað frítt á milli.“

Jóhann Guðni Harðarson sagði hins vegar að skutlið eigi ekki að snúast um peningana. „Eru menn þó að þessu til þess að sjá einhvern verulegan gróða? Þegar ég var að skutla hérna í denn, áður en það varð kúl (Hipsters gonna hip), þá var það ekki fyrir einhvern svaka gróða. Ef ég vildi sjá gróða, þá færi ég að selja eiturlyf eða Snus/Snuff.

Mér fannst þetta alltaf bara svo cósý business, maður lét vegalengdina ekki endilega ráða því hvað maður vildi fyrir farið, heldur persónuna sem maður var að skutla frekar. Svo eignaðist maður nýja vini og félaga, allskonar tengingar og fékk bara almennt góða tilfinningu fyrir að hafa ekki nauðgað veski viðkomandi eins og leigubílstjórar eiga til að gera,“ skrifaði Jóhann Guðni.

Það eru ekki einungis skutlarar sem hafa gagnrýnt undirboð en Vísir greindi frá því á dögunum að leigubílsstjórar hefðu þungar áhyggjur yfir stöðu mála. Þeir fjölluðu um skutl á sérstöku málþingi í maí. Ástgeir Þorsteinsson var meðal þeirra sem héldu erindi á því málþingi.

„Þetta vissulega tekur frá okkur einhverja vinnu, það gefur auga leið, en það er ekki aðalmálið. Við viljum í fyrsta lagi að þetta sé stöðvað því við eigum flest börn og jafnvel barnabörn og við viljum ekki vita af þeim í svona aðstæðum,“ hafði Vísir eftir Ástgeiri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald
Fréttir
Í gær

Gervihnattarmyndir varpa ljósi á leynimakk Rússa og Norður-Kóreumanna

Gervihnattarmyndir varpa ljósi á leynimakk Rússa og Norður-Kóreumanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi