fbpx
Föstudagur 11.apríl 2025
Fréttir

Stelpurnar hættar að vera hræddar við Róbert: „Ég grét þegar mamma mín sendi mér þessa frétt í dag“

Sárt að sjá Róbert Árna fá réttindin aftur! – Ég er hætt að vera hrædd!

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 15. júní 2017 23:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er ein af þeim fjórum stelpum sem Róbert Árni Hreiðarsson misnotaði kynferðislega, og ég grét þegar mamma mín sendi mér þessa frétt í dag. Íslenska réttarkerfið hefur brugðist mér. Forseti Íslands hefur brugðist mér. Ég hef þurft að lifa með þessu í 12 ár og það er bara nýlega sem ég hef getað hætt að kenna sjálfri mér um.“

Þetta segir Nína Rún Bergsdóttir en hún gaf DV góðfúslegt leyfi til að birta upplifun sína á því að sjá Róbert Árna Hreiðarsson fá réttindi sín sem lögmaður aftur og að honum hafi verið veitt uppreist æru af innanríkisráðherra og forseta Íslands. Báðar þessar ákvarðanir hafa vakið mikið umtal á samfélagsmiðlum. DV hefur heyrt í tveimur af fjórum stúlkum sem kærðu Róbert Árna sem ætlar sér að starfa aftur sem lögmaður.

Róbert Árni Hreiðarsson, eða Robert Downey líkt og hann kallar sig í dag, hlaut uppreist æru síðastliðinn september. Hann var dæmdur fyrir barnaníð árið 2008 fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum. Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þar sem svipting réttinda hans til að starfa lögmaður var felld niður. Það þýðir að hann má á ný starfa sem lögmaður.

Málið hefur vakið mikla athygli og hörð viðbrögð. Hefur innanríkisráðherra og svo Guðni Th. Jóhannesson forseti verið harðlega gagnrýndir fyrir að fallast á tillögu þess fyrrnefnda. Hefur verið bent á það að Guðni sé bundinn að lögum og því ekki í aðstöðu til að neita. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ákvörðun forseta að veita uppreist æru hefur vakið umtal. EKki voru allir sáttir þegar Árni Johnsen hlaut uppreist æru. Þá vakti umtal þegar Atli Helgason sem dæmdur var fyrir morð hlaut uppreist æru á síðasta ári.

Þá er fólk einnig ósátt við að Róbert hafi fengið réttindi aftur til að starfa sem lögmaður en í dómnum kemur fram að hann hafi sóst eftir þeim til að geta haldið áfram að starfa sem lögmaður.

Róbert Árni var eins og áður hefur komið fram dæmdur árið 2008 fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum á aldrinum fjórtán til fimmtán ára. Hann var með 335 kvenmannsnöfn á skrá hjá sér. Við nöfnin hafði hann skrifað aldur kvenanna. Ein stúlknanna var í helgarleyfi frá meðferðarheimili fyrir unglinga.

Við húsleit á heimili Róberts Árna fundust tveir farsímar. Rannsókn leiddi í ljós að símarnir höfðu verið í notkun með fjórum símanúmerum. Símana notaði hann til að hafa samskipti við stúlkurnar undir ýmsum nöfnum svo sem „Árni“ og „Robbi“. Hann notaði jafnframt MSN-spjallforritið til að tæla ungar stúlkur undir fölsku flaggi en hann þóttist vera sautján ára strákur.

Hann var enn fremur dæmdur fyrir vörslu barnakláms. Á heimili hans fundust fimm myndbandsspólur og ríflega hundrað ljósmyndir á tölvu hans sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt.

Stúlkurnar stíga fram óhræddar

Tvær stúlkur af þessum fjórum sem Róbert var dæmdur fyrir að brjóta á hafa tjáð sig í kvöld á samfélagsmiðlum og segja niðurstöðuna reiðarslag. Þær eru Nína Rún Bergsdóttir og Glódís Tara.

Nína Rún segir:

„Enn þann dag í dag get ég ekki fundið ákveðna lykt / horft á ákveðnar myndir / farið á ákveðna staði án þess að minnast þessa atviks. Mikill kvíði og þunglyndi hefur fylgt mér út af þessu og enn þann dag í dag er ég hrædd við Internetið.

Róbert fær þriggja ára dóm, „uppreist æru“ frá Forseta Íslands og lögmannsréttindi sín á ný.

Hvar er réttlætið í því?

Ég vil að fólk viti hvað Róbert gerði, ég vil að fólk þekki nafnið hans, og ég vil að fólk standi upp og segi að þetta sé ekki í lagi! Ég er hætt að vera hrædd!“

Erum við virkilega svona mikils virði?

Glódís Tara segir:

„Ég horfi á fréttina, deilingarnar og öll kommentin og mér líður eins og ég sé í miðri martröð. Er einmitt líka nýhætt að kenna sjálfri mér um og svo þetta…. BÚMM. Erum við virkilega svona mikils virði? Er hann merkilegri pappír en við? En ég er hætt að vera hrædd! Ég skila skömminni þangað sem hún á heima!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elín Metta komin heim
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Tveimur samningsbrotamálum gegn Íslandi vísað til EFTA-dómstólsins

Tveimur samningsbrotamálum gegn Íslandi vísað til EFTA-dómstólsins
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Arna Magnea birtir hatursfull skilaboð frá þekktum einstaklingum

Arna Magnea birtir hatursfull skilaboð frá þekktum einstaklingum
Fréttir
Í gær

Bláskógabyggð sögð skaðabótaskyld

Bláskógabyggð sögð skaðabótaskyld
Fréttir
Í gær

Kristinn svarar pistli blaðamanns: „Ég var að biðja þessar ungu konur að færa fórn“

Kristinn svarar pistli blaðamanns: „Ég var að biðja þessar ungu konur að færa fórn“
Fréttir
Í gær

Umdeildur fyrirlesari á leið til Íslands – „Einn versti zíonistinn á netinu“

Umdeildur fyrirlesari á leið til Íslands – „Einn versti zíonistinn á netinu“
Fréttir
Í gær

Skítafýla skekur Skagamenn – „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hvað þetta er ógeðsleg lykt“

Skítafýla skekur Skagamenn – „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hvað þetta er ógeðsleg lykt“