fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Bláa lónið hagnaðist um 2.650 milljónir

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 14. júní 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagnaður Bláa lónsins eftir skatta árið 2016 nam 23,5 milljónum evra, 2.650 milljónum króna á núverandi gengi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bláa lóninu. Veltan á síðasta ári nam 77,2 milljónum evra.

Í tilkynningunni kemur fram að eiginfjárhlutfall fyrirtækisins á síðasta ári hafi verið 49 prósent og handbært fé frá rekstri var 28,1 milljón evra.

„Vöxtur í starfsemi Bláa Lónsins hélt áfram á síðasta ári. Áhersla á fjárfestingar í gæðum og upplifun gesta hefur borið góðan árangur eins og greina má af rekstri félagsins árið 2016. Öflug og virk aðgangsstýring hefur m.a. leikið lykilhlutverk í því efni,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, í tilkynningunni.

Grímur segir að nú starfi í kringum 600 manns hjá Bláa lóninu og ljóst sé að þeim muni fjölga umtalsvert á næstunni. Er það einkum vegna þess að unnið er að áframhaldandi uppliffun sem felst í stækkun á upplifunarsvæði Bláa lónsins og nýju hóteli við lónið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu