fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Sigurfreyr flutti inn Spencer: „Ég er ekki nýnasisti“

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 2. júní 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurfreyr Jónasson, einn af forsvarsmönnum samtakanna Vakur, sem stóðu að komu Roberts Spencer til landsins á dögunum segist ekki vera nasisti. Þrátt fyrir það hefur hann gengið um í bol sem prýðir hakakrossinn, líkt og má sjá á meðfylgjandi mynd sem DV barst í ábendingu. Líkt og áður hefur komið fram var eitrað fyrir Spencer hér á landi á skemmtistaðnum Bar Ananas. Spencer er gífurlega umdeildur og var komu hans til landsins mótmælt.

Besti vinur múslimi

Sigurfreyr hefur haldið út vefsíðunni sigurfreyr.is um nokkurt skeið en þar hefur hann skrifað ásamt öðru um íslam og mosku í Reykjavík. DV hefur borist ábendingar um að Sigurfreyr beri jafnframt ábyrgð á nýnasistavefsíðunni Norðurvígi. Í skriflegu samtali við DV fagnar hann spurningunni en þvertekur Sigurfreyr fyrir að hann beri ábyrgð á þeirri síðu.

„Mér er hulinn ráðgáta hvernig nokkrum dettur í hug að ég sé eitthvað tengdur Nordfront, eða norðurvígi.is, þetta eru samtök frá Svíþjóð, þjóðernisjafnaðarmenn eða nasistar. Þarf ekki annað en að lesa stefnuskrá þeirra til að sjá að ég væri á óvinalista þeirra ef eitthvað er, giftur konu frá Taílandi, á með henni Freyju sem 2 ára og það flokkaðist sennilega undir ,,kynþáttabrot“ í þeirra huga. Auk þess sem ég hef ævinlega verið stuðningsmaður Ísraels, jafnvel meðan ég var vinstrimaður, og telst því sennilega ,,zíonisti“ í þeirra huga,“ segir Sigurfreyr.

Hann segist einungis hafa efasemdir um fjölmenningu og íslam.

„Hræðilegar staðalímyndir í gangi um fólk sem hefur efasemdir um fjölmenningu, íslam og hnattvæðingarstefnuna. Þannig er ég ekki kristinn, ekki í Íslensku þjóðfylkingunni, ekki rasisti, nýnasisti eða ,,múslimahatari“. Einn besti vinur minn í Danmörku er trúandi múslimi, og biður stundum til Mekka inn í stofu hjá mér, þegar hann gleymir að fara í moskuna af því að við erum að rökræða um pólitík,“ segir Sigurfreyr.

Ævafornt tákn

Sigurfreyr stóð að komu Roberts Spencer
Sigurfreyr stóð að komu Roberts Spencer

Spurður um aðdraganda myndarinnar segir Sigurfreyr að hún hafi verið tekin í sinni fyrstu för til Taílands og hann hafi sjálfur birt hana á Facebook.

„Ég hafði þar áður búið í Austur-Berlín og tók eftir því að hægt var að kaupa þar boli, merki og húfur með hamar og sigð, og fannst skondið að í Taílandi gilti þetta á hinn veginn.

Þegar ég setti þessa mynd af mér á Facebook tók ég fram að hakakrossinn, Þórshamarinn, eða sólarkrossinn væri ævafornt tákn, hann væri að finna hjá Hópi-indíánum, hindúum í Tantra sið, í Tíbet hjá lama-munkum og auðvitað indóevrópskt tákn, og í bergristum germanskra þjóðflokka. Nasistar tóku upp sólarkrossinn, misnotuðu þetta ævaforna trúartákn, og eiga ekkert tilkall til þess þannig séð,“ segir Sigurfreyr.

Þór í uppáhaldi

Sigurfreyr tekur jafnframt fram að fótboltaliðið Þór sé hans uppáhaldslið utan ÍA og sendi blaðamanni ljósmynd af gamla merki félagsins. „Persónulega fannst mér mikill skömm að því þegar hakakross Eimskipafélagsins var hulinn, settur einhver skjöldur yfir hann úr krossviði, sé ekki ástæðu til að gefa Þórshamarinn eftir fyrir nýnasista eða einhvers pólitísks rétttrúnaðar. Þórshamarinn er að mínu mati hluti af íslenskri menningararfleifð og ekkert til að skammast sín fyrir. Auk þess er Þór mitt uppáhalds félag fyrir utan ÍA,“ segir Sigurfreyr.

Skilgreinir sig sem alt-right

Hann segist ekkert hafa pælt í pólitík þegar myndin var tekin. „Auðvitað glens, myndin var tekin fyrir sirka 10 árum. Á þeim tíma var ég ekkert að pæla í pólitík. Ég var reyndar upptekin aðeins af vímuefnapólitíkinni sem ég vildi breyta og Geirfinns- og Guðmundarmálum. Hafði ekki hugmynd um að áratug síðar yrði þetta notað sem útspil í einhverri skærum milli mín og fólks sem ég þekki ekki neitt. Það vita allir sem þekkja mig að ég aðhyllist ekki þjòðernisjafnaðarstefnu, ef ég gerði það myndi ég hreinlega segja það,“ segir Sigurfreyr.

Spurður um hvernig hann myndi skilgreina sig í stjórnmálum svarar Sigurfreyr: „Ég hef aldrei kosið, hvorki í alþingiskosningum, forsetakosningum eða bæjarstjórnarkosningum, mína heilu ævi, hef aldrei fundið flöt í neinni pólitík sem boðið er upp á.“

Hann segist fremur hafa fundið sig í ný-hægrinu svokallað, eða alt-right. „Hef samt fundið vissa samsvörun í því sem Guillaume Faye, Pierre Krebs og Tomislav Sunic eru að skrifa. Ég er nýbyrjaður að kynna mér þetta sem er kallað ,,new Right“ hjá Frökkum, Neue Kultur hjá Þjóðverjum og Alt Right hjá Bandaríkjamönnum,“ segir Sigurfreyr.

Umboðsmaður Þeys

Þess má geta að Sigurfreyr var umboðsmaður íslensku nýbylgjuhljómsveitarinnar Þeyr á níunda áratugnum. Hljómsveitin var nokkuð umdeild þar sem hún lék sér að nasisma. Í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík má sjá hljómsveitameðlimi taka lagið Rúdolf klæddir búningum nasista. Hljómsveitin gaf jafnframt út EP-plötuna The Fourth Reich. Hljómsveitarmeðlimir sögðu þó að nafnið vísaði til sálfræðingsins Wilhelm Reich. Rétt er að taka fram að hljómsveitarmeðlimir lýstu því ítrekað yfir að þeir væru að grínast og væru ekki nasistar.

„Þetta Wilhelm Reich tímabil var mikið til út af áhuga mínum á Reich og hvernig best er að kljást við fasisma, málið er að fasisminn í dag kemur frá vinstra liðinu, ekki frá hægri, því enginn tekur þessa nýnasista alvarlega,“ segir Sigurfreyr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt