fbpx
Laugardagur 28.september 2024
Fréttir

Bubbi biðst afsökunar: „Ég ætlaði ekki að vera andstyggilegur eða leiðinlegur“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 31. maí 2017 12:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vil ekki vera feitur en ég er fullur af fordómum og sumum hefur mér tekist vel að vinna á og svo eru þarna bara einhverjir aðrir, en mig langar bara að biðja hana Töru afsökunar hafi ég verið að særa hana.“

Þetta sagði tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens í þættinum K100 í morgun. Þar baðst hann opinberlega afsökunar á orðum sem hann lét falla í þættinum Eftir hádegi á Rás 2. Í þættinum ræddi Bubbi um kommentakerfi fjölmiðla. Sagði hann fólk vera bæði grimmt og ofurviðkvæmt. Hann væri því hættur að tjá sig þar. Bubbi sagði meðal annars:

„Það má ekki segja við einhverja manneskju; heyrðu þú ert of feitur, hugsaðu betur um þig, þetta er ekki sniðugt. Þú lendir bara á forsíðu dagblaðanna, hann sagði að Jón væri of feitur!“

Sjá einnig: Nú er bannað að segja að fólk sé feitt

Þá sagði hann einnig:

„Halló, það er ekki þar með sagt að þetta sé body-fasismi að segja að þetta, heldur miklu meira kærleikur, alveg eins og ef þú kemur inn í bílskúr og það hangir einhver í snöru og þú segir: „Nei ég ætla sko ekkert að gera í þessu vinur minn. Ég ætla bara að leyfa þér að hanga, ég gæti lent á forsíðunni.““

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir félagsráðgjafi og stjórnarmeðlimur í Samtökum um líkamsvirðingu var afar ósátt við ummæli Bubba. Í frétt á Bleikt er haft eftir Töru:

„Þetta er það alversta sem hefur komið frá honum hingað til. Hann ætlaði svo sannarlega að kveðja kommentakerfin með stæl. Ég hef ekki orð til að lýsa viðbjóðnum og viðurstyggðinni sem það er að líkja feitum líkama við sjálfsvíg. Ég er búin að vera svo reið að ég hef ekki viljað tjá mig um þetta fyrr en eftir nokkra daga umhugsun. Ef að hann hefði raunverulega svona miklar áhyggjur af heilsufari þjóðarinnar myndi hann hlusta, lesa, kynna sér það sem hefur verið skrifað um tengsl heilbrigðis og holdafars og sérstöðu okkar hvað það varðar hér á Íslandi.“

Tara sagði einnig:

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Svona ógeðslegir fordómar og haturstal er það sem raunverulega getur valdið sjálfsvígshugsunum hjá feitu fólki. Hann er ekki bara að gera allt of mikið úr meintum heilsufarslegum vanda tengdum offitu og valda ómældum skaða meðal feitra með þessum ummælum sínum heldur er hann á sama tíma að gera lítið úr sjálfsvígum, helstu dánarorsökinni meðal ungra íslenskra karlmanna. Ég hef staðið í návígi við sjálfsvíg ástvina. Ég þekki óttann, angistina, sorgina sem fylgir því að einhver nákominn manni skuli vera orðinn svo veikur á sálinni að hann sér enga aðra leið út. Það er EKKERT sársaukafyllra. Ég er guðs lifandi fegin að hann er hættur að spúa frá sér þessum viðbjóðslega „kærleika“ sínum. Það er það langbesta sem hann hefur gert fyrir heilsufar feitra hingað til…“

Bubbi sér eftir orðum sínum

Í þættinum K100 var Bubbi spurður hvort hann væri með fitufordóma og játaði hann því en sagði þá aðallega beinast að honum sjálfum. Sagði Bubbi að hann hefði ekki ætlað sér að særa Töru.

„Þegar maður er í beinni útsendingu segir maður hluti sem bögglast út úr manni, kannski ekki eins og maður vildi að þeir færu frá manni.“

Þá sagði Bubbi:

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Ég er ekki með fitufordóma út í feitt fólk, sjálfur á ég við mín vandamál að glíma, ég er alkóhólisti og allt það. En sko, offita er alþjóðlegt heilsuvandamál, við vitum það. Fólk er að verða feitara og feitara og þetta þýðir það að við erum að lenda í vandræðum sem munu komu í hausinn á okkur í þessu þjóðfélagi fyrr en seinna.“

Þá sagði Bubbi að hann hefði átt að hugsa betur það sem hann lét frá sér fara í þættinum.

„Við berum ábyrgð á sko, í hvaða ástandi við erum, hvað við borðum, hvað við segjum og berum ábyrgð á því hvort við förum í ræktina eða ekki. Fyrst og fremst berum við ábyrgð á okkur sjálfum. Ég spyr nú, hver er ekki með fordóma?“ spurði Bubbi og bætti við:

„ … ég skil hana að vissu leyti. Ég ber mikla virðingu fyrir fólki sem að þorir og stígur fram og tekur slaginn, hvort sem það er fólk sem er að glíma við offitu eða anorexíu, eiturlyf eða drykkju. Ég bið hana opinberlega í einlægni afsökunar, ég ætlaði ekki að vera andstyggilegur eða leiðinlegur.“

Í lok samtalsins snerust umræðurnar um „offituvandamál heimsins og Íslendinga“ og sögðu þáttastjórnendur og Bubbi að þetta væri okkar stærsta heilsuógn. Það væri staðreynd.

„Það er staðreynd að börnin okkar fitna og það mun gerast hraðar núna en ella vegna þess að núna vilja krakkar frekar vera hreyfingarlausir í tölvu eða tölvuleik. Hljómar eins og klisja en er að verða staðreynd. Það er líka staðreynd að fólk sem er í góðum efnum hafi efni á stunda hreyfingu og borða hollari mat. Svo sannarlega er þetta ógn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fær ekki að búa á Íslandi með foreldrum sínum og systur – „Það hefur verið mikið grátið síðustu daga”

Fær ekki að búa á Íslandi með foreldrum sínum og systur – „Það hefur verið mikið grátið síðustu daga”
Fréttir
Í gær

Sár og veikur af því að „vinnustaða hetja“ mætti og smitaði þrjá – „Aumingjaskapur“ og „óvirðing gagnvart samstarfsfólki“

Sár og veikur af því að „vinnustaða hetja“ mætti og smitaði þrjá – „Aumingjaskapur“ og „óvirðing gagnvart samstarfsfólki“
Fréttir
Í gær

Drengurinn sem grunaður er um hnífstunguárásina á menningarnótt áfram í gæsluvarðhaldi

Drengurinn sem grunaður er um hnífstunguárásina á menningarnótt áfram í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Vinsælasti borgarfulltrúinn ætlar á þing

Vinsælasti borgarfulltrúinn ætlar á þing
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Íslendingar sagðir hafa svikið rúmlega hálfa milljón Bandaríkjadala út úr fyrirtæki í San Francisco

Tveir Íslendingar sagðir hafa svikið rúmlega hálfa milljón Bandaríkjadala út úr fyrirtæki í San Francisco
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem lést í Hlauptungufossi var frá Katar

Maðurinn sem lést í Hlauptungufossi var frá Katar