fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Fréttir

Daði Freyr fær annað tækifæri

Getur fetað í fótspor Jóhönnu Guðrúnar

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 29. maí 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FÁSES, Félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, hefur valið Daða Frey Pétursson og hljómsveitina Gagnamagnið til að taka þátt í OAGE Second Chance Contest sem fer fram í sumar. Þar fá þau sem tóku þátt í undankeppnum Eurovision í ár í sínu heimalandi en komust ekki á úrslitakeppnina í Kænugarði annað tækifæri til þess að heilla heimsbyggðina.

Frá þessu er greint á á Facebook-síðus FÁSES. Um verður að ræða kosningu milli félagsmanna OGAE International sem eru regnhlífasamtök allra OGAE Eurovisionklúbbanna. Þar fá félagsmenn tækifæri til þess að velja sín eftirlætislög sem

Þetta kemur fram á Facebook-síðu FÁSES. Á hverju ári standa samtökin OGAE International, regnhlífasamtök allra OGAE Eurovisionklúbbanna, fyrir kosningu meðal félagsmanna þar sem þeir velja sín eftirlætis lög í OAGE Second Chance Contest -keppninni það árið. Atkvæðum verður skilað inn í sumar og úrslitin liggja fyrir í haust.

Framlag Íslands hefur einu sinni borið sigur úr býtum í OAGE Second Chance Contest. Það var árið 2011 þegar Jóhanna Guðrún Jónsdóttir kom sá og sigraði með laginu „Nótt“.

Framlag Íslands:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt