Kristín Magnadóttir keppt í tóbaksbindindi og fékk vegleg verðlaun.
Kristínu Magnadóttur tókst það afrek að hætta loksins að reykja en hún hafði reykt í 50 ár. Hún var sigurvegari Hættu nú alveg keppni Mottumars þar sem keppt var í tóbaksbindindi.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Krabbameinsfélaginu. Kristín segir aldrei of seint að hætta og finnur hún nú þegar mikinn mun á heilsu sinni. Kristín fékk afhent vegleg verðlaun. „Wow Air gaf sigurvegaranum flug fyrir tvo til Evrópu, Þyrluþjónustan gaf útsýnisflug fyrir tvo yfir Reykjavík og fjöllin í kring með lendingu á Esjunni og Hótel Rangá gaf gistingu í eina nótt með þriggja rétta kvöldverði og morgunverðarhlaðborði fyrir tvo og Olís/ÓB gaf 50.000 kr. inneign,“ segir í fréttatilkynningu.
Keppendur, sem voru 60 talsins, þurftu að senda inn vottaða staðfestingu á tóbaksleysi sínu á meðan keppni stóð. Sumir féllu þó og náðu ekki að standast bindindið allan tímann. Allir voru þó tóbakslausir í lok keppni.