fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Eldsneytisverð Costco: Myndin sem allir eru að tala um sýnir ekki rétt verð

Costco opnar verslun sína þann 23.maí næstkomandi – Bensínstöðin mun opna nokkrum dögum fyrr

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 19. maí 2017 09:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verslun Costco í Kauptúni mun opna þann 23.maí næstkomandi og er óhætt að segja að íslenskir neytendur bíði í ofvæni. Greint var frá því í gær að stefnt er að því að opna bensínstöð Costco nokkrum dögum áður en verslunin sjálf mun opna. Alls verða sextán bensíndælur til taks hjá Costco í Kauptúni en fram hefur komið að verslunin mun kaupa eldsneytið frá Skeljungi, að minnsta kosti fyrst um sinn.

Myndin sem gengur um samfélagsmiðla sýnir mun lægra verð en hjá samkeppnisaðilum
Góður díll Myndin sem gengur um samfélagsmiðla sýnir mun lægra verð en hjá samkeppnisaðilum

Til marks um spenninginn þá gengur mynd um samfélagsmiðla sem er sögð vera af bensíndælu frá Costco og sýna útsöluverð verslunarinnar á bensíni og dísel. Er verðið sagt vera 169,9 krónur á líterinn fyrir bensínið en 164,9 krónur fyrir díselolíuna. Það er um 20 krónum ódýrara en lægsta verð hjá íslenskum samkeppnisaðilum.

En ekkert allt sem sýnist. DV óskaði eftir staðfestingu frá Costco og þá kom í ljós að verið var að prófa bensíndælurnar og því væri ekkert að marka uppgefið verð. Íslenskir neytendur þurfa því að bíða í nokkra daga í viðbót.

Talið er að Costco muni að öllum líkindum bjóða mun lægra verð á eldsneyti hér á landi. Það gerir verslunin annarsstaðar til að laða viðskiptavini að versluninni og eru áætlanir um bensínkaup í takt við það. Fyrirtækið hyggst kaupa rúmlega 10 milljón lítra af bensíni á þessu ári, sem samsvarar 3% af öllu bensíni á Íslandi á ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú