fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fréttir

Fimm punda seðlar úreltir á morgun

Íslendingar þurfa ekki að hafa áhyggjur – Bankar taka áfram við seðlunum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. maí 2017 11:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun mun gamli fimm punda seðillinn, gefinn út af Seðlabanka Englands, missa gildi sitt og verður verslunum og öðrum þeim sem taka við peningum þá heimilt að neita því að taka við seðlinum. Íslendingar þurfa þó ekki að hafa áhyggjur þó að fimm punda seðlar leynist inni í fóðrinu á gömlum jökkum eða á botninum á ferðatöskunni sem síðast var tekin með í ferð til London. Bankar hér á landi munu áfram taka við seðlunum.

Nýir fimm punda seðlar, gerðir út plasti, komu í umferð í október á síðasta ári og síðan þá hefur Seðlabanki Englands gefið kaupmönnum þau skilaboð að skila gömlu seðlunum inn og fá nýja í staðinn. Eftir morgundaginn er engin trygging fyrir því að tekið verði við gömlu seðlunum í verslunum. Bretar eru því hvattir til að fara í sparibaukana sína og skipta fimm pundaseðlunum áður en þeir lenda í vandræðum. Hins vegar verður hægt að skila gömlum fimm pundaseðlum til Seðlabanka Englands sjálfs um alla framtíð.

En ekki nóg með þetta heldur var ný eins punds mynt sett í umferð 28. mars síðastliðinn. Gömlu eins punda myntirnar verða teknar úr umferð 15. október næstkomandi. Þær munu hins vegar ekki, ólíkt gömlu fimm punda seðlunum, halda verðgildi sínu til framtíðar. Þó er nokkuð á reiki hvort hægt verði að skila þeim í banka eftir þann tíma en sérfræðingar, þar á meðal fjármálaráðuneytið breska, hafa hvatt fólk eindregið til að tæma sparibauka, söfnunarbauka og krukkur og eyða pundunum eða skila þeim inn í banka. Talið er að allt að 1,3 milljarðar gömlu eins punda myntanna séu í sparibaukum og krukkum víðsvegar um Bretland.

Samkvæmt upplýsingum frá Arionbanka þurfa Íslendingar sem eiga fimm punda seðla í fórum sínum ekki að hafa áhyggjur því áfram verður hægt að skila þeim inn í bankann og skipta í íslenskar krónur, eða nýja fimm punda seðla. Myntinni verður hins vegar ekki hægt að skila, frekar en annarri erlendri mynt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fimm löggur á þing – Þrír læknar í sama flokknum

Fimm löggur á þing – Þrír læknar í sama flokknum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Viktoría handtekin og fjórir fílefldir lögreglumenn fylgdu henni úr landi – „Þetta er ein besta sál sem ég hef kynnst“

Viktoría handtekin og fjórir fílefldir lögreglumenn fylgdu henni úr landi – „Þetta er ein besta sál sem ég hef kynnst“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Arfurinn sem hún fékk á barnsaldri reyndist dýrkeyptur á fullorðinsárunum

Arfurinn sem hún fékk á barnsaldri reyndist dýrkeyptur á fullorðinsárunum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Jón Ingi fékk sex ára fangelsisdóm í Sólheimajökulsmálinu

Jón Ingi fékk sex ára fangelsisdóm í Sólheimajökulsmálinu
Fréttir
Í gær

Fæstir hafa líklega hugsað út í þessa þróun stríðsins í Úkraínu

Fæstir hafa líklega hugsað út í þessa þróun stríðsins í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Friðrik Ómar tapaði hundruðum þúsunda með augnabliksóvarkárni – „Passið ykkur“

Friðrik Ómar tapaði hundruðum þúsunda með augnabliksóvarkárni – „Passið ykkur“