fbpx
Sunnudagur 27.apríl 2025
Fréttir

Dularfull hola fannst í Arizona

10 metra djúp og full af rusli

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 6. apríl 2017 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vikunni fannst dularfull hola nærri smábænum Tonopha í Arizona. Íbúar furða sig á því hvaðan holan kemur og bandarískir fjölmiðlar fylgjast grannt með gangi mála. Hector Thompson og móðir hans Michele gengu fram á holuna síðastliðin þriðjudag.

Slysagildra

Mæðginin segja að þrátt fyrir stærð holunnar, sem er 10 metra djúp, hafi engin varúðarskilti eða borðar verið við holuna til að loka svæðinu. Hver sem er hefði þannig getað dottið ofan í hana.

Michele segir í samtali við KTVK að þeim hafi verið mjög brugðið og hringt á lögregluna. Þá segir Hector að hún sé augljóslega mjög gömul og hafi verið full af rusli.

Vissu af holunni

Lóðin, sem holan er á, var í eigu Flugmálastofnunar Bandaríkjanna á sjötta áratugnum en er nú í umsjá stofnunar (BLM) sem sér um að viðhalda landsvæðum í eigu ríkisins.

Í frekari fréttum um málið hefur komið í ljós að Flugmálastofnunin vissi af holunni en enginn virðist þó vita af hverju hún var steypt og í hvað hún er notuð.

Þá þykir það nokkuð merkilegt að enginn íbúi á svæðinu hafi áður gengið fram á holuna. Í gær var fyllt upp í holuna með steypu til að koma í veg fyrir slys á fólki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skelfilegt heimilisofbeldi: Drengurinn reyndi að stöðva hnífaárás föður síns gegn móður sinni

Skelfilegt heimilisofbeldi: Drengurinn reyndi að stöðva hnífaárás föður síns gegn móður sinni
Fréttir
Í gær

Ísraelar birtu samúðarkveðju vegna páfa en eyddu henni síðan og bönnuðu ríkisstofnunum að senda slíkar kveðjur

Ísraelar birtu samúðarkveðju vegna páfa en eyddu henni síðan og bönnuðu ríkisstofnunum að senda slíkar kveðjur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir mjög sérstakt að meintir hópnauðgarar séu ekki í gæsluvarðhaldi – „Knýjandi spurning sem lögreglan þarf að svara“

Segir mjög sérstakt að meintir hópnauðgarar séu ekki í gæsluvarðhaldi – „Knýjandi spurning sem lögreglan þarf að svara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svandís sér ekki eftir neinu – Vinstri græn hafi ekki átt „séns“ í stöðunni

Svandís sér ekki eftir neinu – Vinstri græn hafi ekki átt „séns“ í stöðunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt logar stafna á milli hjá sósíalistum: Jóna hættir í flokknum og urðar yfir Hallfríði

Allt logar stafna á milli hjá sósíalistum: Jóna hættir í flokknum og urðar yfir Hallfríði