Eleven Madison Park var valinn besti staðurinn
Veitingastaðurinn Eleven Madison Park á Manhattan í New York var nýverið útnefndur besti veitingastaður í heimi. Staðurinn býður upp á nútímalega bandaríska rétti.
Eleven Madison Park var valinn bestI staðurinn af dómnefnd World´s 50 Best Restaurant List. Þar má finna yfir 1000 matgæðinga. Þar á meðal kokka og matarbloggara. Veitingahúsið er þó aðeins í 51. sæti yfir bestu veitingahús á Manhattan samkvæmt notendum Trip Advisor.
Þetta er í fyrsta skipti frá árinu 2004 sem bandarískur veitingastaður kemst á topp World´50 Best Restaurants List. Í öðru sæti er ítalskur veitingastaður í Modena á Ítalíu og þriðja sætið vermir El Celler De Can Roca sem er spænskur veitingastaður.