fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Eigandi Fjarðarkaupa vill ekki sjá áfengi í verslanir: Þingmenn vilja eitra enn frekar fyrir þjóðinni

Kaupmaðurinn Sigurbergur Sveinsson segir að núverandi fyrirkomulag lágmarki áhættu án þess að hefta frelsi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. mars 2017 09:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú hafa nokkrir alþingismenn, fulltrúar okkar á elsta löggjafarþingi heims, ákveðið að eitra enn frekar fyrir þjóðinni og hafa áfengið aðgengilegt 24/7– allan sólarhringinn, allan ársins hring,“ skrifar Sigurbergur Sveinsson, kaupmaður og eigandi Fjarðarkaupa í Hafnarfirði, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Þar lýsir Sigurbergur einarðri andstöðu sinni við áfengisfrumvarpið sem mikil umræða hefur verið um undanfarnar vikur. Afstaða kaupmannsins er athyglisverð enda myndi frumvarpið afnema ríkiseinokun á áfengissölu og heimila verslunum, eins og Fjarðarkaupum, að selja áfengi. Sigurbergur horfir þó frekar á heildarmyndina og telur að núverandi fyrirkomulag áfengissölu lágmarka áhættu fyrir þjóðina af því böli sem áfengisneysla getur verið, án þess þó að hefta frelsi einstaklinga.

Rugl að áfengi sé eins og matvara

„Víst er að stór hluti hennar [þjóðarinnar] hefur ágæta stjórn á neyslu sinni. En nú verð ég að færa flutningsfólki eiturfrumvarpsins allmerkileg tíðindi: Áfengi er vímu- og fíkniefni, ólíkt matvöru. Þau rök að það sé matvara eru því endemis rugl,“ skrifar Sigurbergur og bendir á að við höfum sérstakar verslanir fyrir lyf sem selja ávanabindandi efni til að takmarka notkun þeirra sem kallist lyfjaverslanir. Vínbúðir ÁTVR falli að hans mati að vissu leyti í sama flokk.

„Eiturfrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi verður aldrei annað en lóð á örlagaskálar þeirra sem eiga á hættu að sökkva enn dýpra í hin sorglegu hyldýpi þess mannlega breyskleika sem ofneysla áfengis felur í sér“

„Og þar sem löglegt er að selja vímuefnið áfengi þá þykir mér því ágætlega fyrir komið undir merkjum einkasölu á vegum ríkisins með viðeigandi takmörkunum. Enda hafa verslanir ÁTVR staðið sig með afbrigðum vel. Það skal tekið fram að ég neyti sjálfur áfengis en tel mig hafa ágæta stjórn á því og hef því marktæka reynslu af viðskiptum við verslanir Ríkisins. Ég er ánægður með þjónustu og úrval þar og vil ekki breyta því fyrirkomulagi.“

Voðinn vís fyrir innlenda framleiðslu

Sigurbergur kveðst áður hafa bent á að afnámi einkasölu ÁTVR á áfengi fylgi hætta á því að stórar verslunarkeðjur nái algjörum yfirráðum á markaðinum.

„Þær munu að mínu mati velja þær tegundir sem viðskiptavinirnir fá þá að kaupa og stjórna verðlagi. Þetta tel ég að verði til þess að úrval minnki og verð hækki. Það eru ekki góð skipti frá því sem nú er. Hið nýja fyrirkomulag myndi líka reynast smærri innlendum framleiðendum afar þungt í skauti. Þeir geta nú átt samskipti við einn aðila um sölu á vörum sínum innanlands en með afnámi einkasölu ÁTVR verða þeir undir þá sök seldir að þurfa að semja við hina og þessa smásöluaðila um að koma vöru sinni á framfæri og geta líka þurft að sætta sig við verðlagningu sem jafnvel dugir ekki fyrir framleiðslukostnaði. Að öðrum kosti skuli þeir hypja sig á brott með vöru sína úr viðkomandi verslun. Og það sem verra gæti verið; viðkomandi verslanakeðju. Og þá er voðinn vís fyrir ýmsa innlenda framleiðslu.“

Lóð á örlagaskálar þeirra sem eiga á hættu að sökkva í hyldýpið

Fyrst og fremst segist Sigurbergur vera á móti afnámi einkasölu vegna þess að hann vill ekki rýmka hömlur á sölu á vanabindandi vímu- og fíkniefnum alveg á sama hátt og við takmörkuðum hámarkshraða ökutækja til að vernda heilsu og líf fólks.

„Algjört frelsi getur aldrei orðið mannlegu samfélagi til góðs. Ég tel að með því að halda núverandi fyrirkomulagi takist okkur að lágmarka áhættu án þess að hefta frelsi. Eiturfrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi verður aldrei annað en lóð á örlagaskálar þeirra sem eiga á hættu að sökkva enn dýpra í hin sorglegu hyldýpi þess mannlega breyskleika sem ofneysla áfengis felur í sér.“

Lesa má grein Sigurbergs í heild sinni hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“