fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Fréttir

Gamla fólkinu var sagt ósatt: Borgin biðst afsökunar

Nýr sviðsstjóri velferðarsviðs sendi orðsendingu til íbúa Seljahlíðar – Slæleg vinnubrögð

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 28. mars 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýr sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, Regína Ástvaldsdóttir, sendi orðsendingu til aldraðra íbúa Seljahlíðar um helgina þar sem fram kom að hún og starfsfólk hennar hörmuðu þá óvissu sem skapast hafði vegna frétta um yfirvofandi 80–125 prósenta leiguhækkun í þjónustuíbúðunum.

„Það sem er alveg öruggt er að leiga mun ekki hækka fyrsta árið, eða ekki fyrr en 1. apríl 2018,“ segir í tilkynningunni. Þá kemur fram að hluti íbúa, sem uppfyllir ákveðin tekju- og eignaviðmið, muni eiga rétt á húsnæðisbótum. „Okkar reynsla er að að tveir þriðju af íbúum í öðrum þjónustukjörnum eigi rétt á slíkum bótum. Við teljum því að sambærileg tala ætti að gilda um Seljahlíð en það þarf að fara yfir málefni hvers og eins til að staðfesta það. Við munum bjóða upp á viðveru félagsráðgjafa á staðnum.“

Í fyrri umfjöllun DV kom fram að íbúar í Seljahlíð hefðu komist að því að íbúðirnar uppfylltu ekki skilyrði í lögum um húsnæðisbætur og það er staðfest í tilkynningunni. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef þá munu íbúðirnar uppfylla skilyrði til að fá húsaleigubætur, eftir að farið hefur verið í breytingar. Það er því rétt sem hefur komið fram að það þarf að setja inn helluborð í þær eldhúsinnréttingar sem eru í íbúðunum til þess að eldunaraðstaðan geti talist fullgild,“ segir í tilkynningu Regínu.

DV óskaði eftir upplýsingum frá Félagsbústöðum hf., sem á og rekur íbúðirnar í Seljahlíð, um hvort kostnaðaráætlun vegna endurbótanna lægi fyrir og hvernig þær verði fjármagnaðar. Í svari frá framkvæmdastjóra fyrirtækisins, Auðuns Freys Ingvarssonar, kom fram að hann bæri ekki traust til blaðamanns til frekari samskipta. Fyrirspurninni er því enn ósvarað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Áfall fyrir Arsenal
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kastaði glasi í andlit manns á English Pub – Það reyndist honum dýrkeypt

Kastaði glasi í andlit manns á English Pub – Það reyndist honum dýrkeypt
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sparnaðartillögurnar halda áfram að streyma inn – Vilja leggja niður íslenskuna og Seyðisfjörð

Sparnaðartillögurnar halda áfram að streyma inn – Vilja leggja niður íslenskuna og Seyðisfjörð
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Zelenskyy segir að mikill fjöldi rússneskra og norðurkóreskra hermanna hafi fallið síðustu daga

Zelenskyy segir að mikill fjöldi rússneskra og norðurkóreskra hermanna hafi fallið síðustu daga
Fréttir
Í gær

Ótrúlegar myndir – Skarfur sporðrenndi stærðarinnar gullfiski í tjörn við Norðlingabraut

Ótrúlegar myndir – Skarfur sporðrenndi stærðarinnar gullfiski í tjörn við Norðlingabraut
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Söfnun hafin fyrir syni Árna sem lést eftir að bíll hans féll í Reykjavíkurhöfn – „Árni lætur eftir sig tvo yndislega drengi“

Söfnun hafin fyrir syni Árna sem lést eftir að bíll hans féll í Reykjavíkurhöfn – „Árni lætur eftir sig tvo yndislega drengi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verðlaunateiknari hættir eftir að Washington Post neitaði að birta skopmynd – Sýndi Bezos krjúpa fyrir Trump

Verðlaunateiknari hættir eftir að Washington Post neitaði að birta skopmynd – Sýndi Bezos krjúpa fyrir Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili