Syrgir föður sinn sem lést fyrir viku
Faðir sjónvarpsstjörnunnar, Rico Rodriguez, sem leikur Manny Delgado í Modern Family ,lést sunnudaginn 12. mars síðastliðinn.
Rico segir að síðasta vika sé sú erfiðasta sem hann hefur upplifað hingað til. Í gær setti hann mynd af sér og pabba sínum, Roy Rodriguez, á Instagram. Við myndina skrifaði Rico meðal annars:
„Pabbi var góðhjartaður, duglegur, ákveðinn og fyndinn. Hann var eins og ofurhetjan mín. Hann kallaði fram allar mínar bestu hliðar. Ég á eftir að sakna ráðlegginganna þinna. Ég á eftir að sakna þess að sjá þig brosa og hlæja en ég veit að þú ert með okkur. “
Rico, sem er 18 ára, á þrjú eldri systkini og móður sem syrgja föður sinn og eiginmann. Roy var 52 ára þegar hann lést en ekkert hefur verið gefið upp um dánarorsök hans.