fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Fréttir

Launa- og bónusskrið stjórnenda Íslandsbanka

Bankinn lofar 430 milljónum í bónusgreiðslur – Birna verið langlaunahæsti ríkisstarfsmaðurinn frá yfirtöku ríkisins

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. febrúar 2017 11:00

Bankinn lofar 430 milljónum í bónusgreiðslur – Birna verið langlaunahæsti ríkisstarfsmaðurinn frá yfirtöku ríkisins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árslaun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, hækkuðu um 5,4 milljónir króna milli ára og frammistöðutengdar greiðslur hennar hækkuðu um 26% frá árinu 2015. Bónusgreiðslur til átta framkvæmdastjóra bankans hækkuðu um ríflega 36% milli ára. Alls skuldbatt bankinn sig til að greiða starfsmönnum 430 milljónir króna í bónusgreiðslur í fyrra.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýbirtum ársreikningi Íslandsbanka, sem er að fullu í eigu ríkisins og hefur verið síðan Samkeppniseftirlitið samþykkti breytingu á yfirráðum hans í mars 2016 þegar Glitnir hf. undirritaði nauðasamning um að framselja 95% eignarhlut sinn í bankanum til íslenska ríkisins sem hluta af stöðugleikaframlagi. Síðan þá hefur bankastjóri Íslandsbanka í raun verið langlaunahæsti ríkisstarfsmaðurinn, með ríflega fjórar milljónir króna í mánaðarlaun. Skákar hún þar sjálfum forseta Íslands sem kjararáð ákvarðaði tæpar þrjár milljónir króna í mánaðarlaun í umdeildum úrskurði í nóvember í fyrra. Sömuleiðis er bankastjórinn með tveimur milljónum meira en forsætisráðherra á mánuði.

Launin munu ekki lækka

Launakjör Birnu Einarsdóttur hafa verið til umfjöllunar eftir að kjararáð ákvarðaði laun hennar með úrskurði í síðustu viku. En líkt og DV greindi frá mun sú ákvörðun, sem hefði lækkað mánaðarlaun Birnu um helming, aldrei koma til framkvæmda vegna þess að til að laun Birnu, samkvæmt ákvörðun kjararáðs, þarf fyrst að segja upp ráðningarsamningi hennar við bankann þar sem kveðið er á um 12 mánaða uppsagnarfrest. Í millitíðinni, eða í júlí næstkomandi, taka gildi nýjar lagabreytingar um kjararáð þar sem ákvörðunarvald yfir launum bankastjóra verður fært aftur undir stjórn bankans. Stjórn bankans þykir af yfirlýsingum sínum ólíkleg til að lækka laun Birnu jafn hraustlega og kjararáð.

Hækkuðu töluvert milli ára

Árslaun Birnu námu árið 2015 43,7 milljónum króna en við það bættust síðan 7,2 milljónir króna í frammistöðutengdar greiðslur. Samkvæmt ársreikningi 2016 námu árslaun hennar 49,1 milljón króna í fyrra og bónusgreiðslurnar höfðu hækkað verulega, upp í 9,1 milljón króna. Birna var því með tæplega 4,1 milljón króna í mánaðarlaun og þáði 1,9 milljónum króna hærri bónusgreiðslur en árið áður.

Afkoman lakari

Þessar hækkanir, á bæði launum og frammistöðutengdum greiðslum, eru athyglisverðar í ljósi afkomu bankans. Samkvæmt ársreikningi dróst hagnaður bankans eilítið saman á síðasta ári frá árinu 2015. Hagnaður nam 20,2 milljörðum króna í fyrra en 20,6 milljörðum árið 2015. Þá dróst afkoma bankans af reglulegri starfsemi saman, var 15,1 milljarður króna, samanborið við 16,2 milljarða árið áður.

Arðsemi eigin fjár lækkaði einnig í 10,2% samanborið við 10,8% árið 2015. Hreinar vaxtatekjur hækkuðu þó um 14% og hreinar þóknunartekjur hækkuðu um hálfan milljarð og voru í fyrra 13,7 milljarðar.

4,9 milljónir í bónus á mann

En það voru ekki aðeins laun Birnu sem tóku slíkum stakkaskiptum milli ára. Framkvæmdastjórar bankans, sem eru átta talsins, hækkuðu sömuleiðis í launum.
Laun og bónusgreiðslur framkvæmdastjóranna eru ekki sundurliðuð í ársreikningi og aðeins birtar heildartölur.
Árslaun þeirra voru alls 221,3 milljónir króna árið 2015 en voru 232,3 milljónir i fyrra. Sem gerir 5% hækkun á heildarárslaunum. Frammistöðutengdu greiðslurnar hækkuðu þó umtalsvert meira eða um 36,7%. Framkvæmdastjórarnir átta fengu 11 milljónum meira í bónus í fyrra en árið áður. Heildargreiðslur til þeirra námu 29,1 milljón (3,6 milljónum á mann) árið 2015 en voru 39,8 milljónir (4,9 milljónir á mann) í fyrra.

430 milljónir í bónusa í fyrra

Alls skuldbatt Íslandsbanki sig til að greiða 430 milljónir króna á síðasta ári vegna frammistöðutengdra greiðslna til starfsmanna fyrirtækisins og dótturfélaga. Þar af námu bónusgreiðslur til átta framkvæmdastjóra bankans og bankastjóra 48,9 milljónum króna. Bónusgreiðslur bankans hækkuðu um 52 milljónir á milli ára, eða um 13,7%, miðað við að þær námu 378 milljónum króna árið 2015 líkt og DV hefur áður fjallað um.

Svona hækkuðu laun lykilstjórnenda

Svona hækkuðu laun lykilstjórnenda

Birna Einarsdóttir, bankastjóri:

Árslaun 2015: 43,7 milljónir kr.

Árslaun 2016: 49,1 milljón kr.

Hækkun á árslaunum: 5,4 milljónir (12,3%)

Bónusgreiðslur 2015: 7,2 milljónir kr.

Bónusgreiðslur 2016: 9,1 milljón kr.

Hækkun á bónus: 1,9 milljónir (26%)


Laun framkvæmdastjóra (8)

Árslaun 2015: 221,3 milljónir kr.

Árslaun 2016: 232,3 milljónir kr.

Hækkun á heildarárslaunum: 11 milljónir kr. (5%)

Bónusgreiðslur 2015: 29,1 milljón kr. (3,6 milljónir á mann)

Bónusgreiðslur 2016: 39,8 milljónir kr. (4,9 milljónir á mann)

Hækkun á bónusgreiðslum: 10,7 milljónir kr. (36,7%)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Bellingham valinn bestur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hugsanlegt að talið verði á sunnudagskvöld – Yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi fylgist með veðrinu

Hugsanlegt að talið verði á sunnudagskvöld – Yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi fylgist með veðrinu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir Kára hafa oft hótað sér barsmíðum

Segir Kára hafa oft hótað sér barsmíðum
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kristófer sár og reiður eftir að eggjum var kastað í myndir af frambjóðendum Miðflokksins

Kristófer sár og reiður eftir að eggjum var kastað í myndir af frambjóðendum Miðflokksins
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Martröð í París: Óprúttnir aðilar hirtu rúma hálfa milljón af debetkorti Íslendings – Góðverkið dró dilk á eftir sér

Martröð í París: Óprúttnir aðilar hirtu rúma hálfa milljón af debetkorti Íslendings – Góðverkið dró dilk á eftir sér
Fréttir
Í gær

Útlit fyrir leiðindaveður á kjördag – Stíf norðaustanátt með snjókomu eða rigningu

Útlit fyrir leiðindaveður á kjördag – Stíf norðaustanátt með snjókomu eða rigningu
Fréttir
Í gær

Færeyingar eru ekki frændur okkar – Frekar fjarskyldir ættingjar

Færeyingar eru ekki frændur okkar – Frekar fjarskyldir ættingjar