fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Óli Hilmar heyrði óp og grát í kirkjugarðinum: Nísti inn að hjarta

Óli Hilmar varð vitni að óforsvaranlegri framkomu konu gagnvart stúlku með Downs

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. febrúar 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessi nöturlega reynsla sýndi mér að það er ekki bara langt aftur í fortíðinni sem varnarlaus börn verða fyrir illri meðferð. Það er að gerast líka í dag,“ segir Óli Hilmar Briem Jónsson arkitekt í samtali við DV um atvik sem rifjaðist upp fyrir honum á ný í umfjöllun um skýrslu vistheimilanefndar um aðstæður barna á Kópavogshæli. Það var fyrir nokkrum árum í Fossvogskirkjugarði sem Óli Hilmar hafði afskipti af konu sem gekk hart fram og með svívirðingum gagnvart ungri fatlaðri stúlku. Atvikið fékk mikið á hann og sýndi honum að sögn að ekki sé vert að álíta að ill framkoma í garð fatlaðra barna sé bundin við fyrri tíma, slíkt eigi sér einnig stað í dag, þó að vonandi heyri það til undantekninga. En eitt skipti sé of mikið.

Heyrði óp og grát

„Ég var á rölti í Fossvogskirkjugarði þar sem ég hafði verið að setja blóm á leiði og var einn á ferð. Veður var hryssingslegt og gekk á með skúrum. Allt í einu heyrði ég óp og grát. Ég varð hissa og rann á hljóðið. Þegar ég nálgaðist ólætin sá ég glitta í tvær manneskjur í gegnum runna. Önnur, sú stærri, hrinti hinni minni áfram á undan sér og danglaði í hana öðru hverju. Þess á milli jós hún yfir hana ókvæðisorðum,“ segir Óli Hilmar sem kveðst á sínum tíma hafa skrifað atvikið hjá sér með það fyrir augum að vekja á því athygli. Það sé honum því í fersku minni.

Hrollvekjandi uppgötvun

Þess á milli jós hún yfir hana ókvæðisorðum.

„Sú minni reyndi að flýta sér en það gekk hægt því hún var með snúna fætur. Ég starði forviða á þetta í augnablik en flýtti mér svo á vettvang og spurði þá stærri, sem var kona um tvítugt á að giska, hvort henni þætti rétt að koma svona fram.“

Óli Hilmar segir að konunni hafi augljóslega brugðið að sjá hann koma þarna að en hafi tjáð honum að stelpan „væri svo óþæg“.

„Ég gekk til litlu stúlkunnar, sem mér sýndist vera um 10 ára, til að kanna hvort hún væri ómeidd. Hún var blaut, köld og með ekkasog og þorði ekki að líta upp. Það var þá sem ég sá að hún var með Downs-heilkenni.“

Nísti inn að hjarta

Mynd: © Heiða Helgadóttir

Óli Hilmar segir að það hafi níst hann inn að hjarta að sjá þetta. Hann hafi tjáð konunni, sem hann gerði ráð fyrir að væri einhvers konar gæslumaður á heimili fyrir fatlaða, að hún gæti ekki komið svona fram við stúlkuna. Hann hafi því næst spurt hvort hann mætti gefa stúlkunni súkkulaðibita sem hann var með í vasanum en fengið þau svör að „þau mættu ekki fá sælgæti“.

„Ég sá að ég gat ekkert meira gert en áminnti þá eldri að koma fram við stúlkuna af meiri manngæsku. Hún kvaðst ætla að gera það og vonandi stóð hún við þau orð.“

Ekki bara fortíðarvandi

Óli Hilmar kveðst hafa lesið það úr atburðarásinni að stúlkan hefði annaðhvort villst úr hópi sem verið hafði í gönguferð í garðinum eða hreinlega stungið af og starfsmaðurinn orðið svona reiður.

Hann kveðst fyrst hafa ætlað að gera meira úr málinu, rita grein í blöðin en hætt við það. Reynslan hafi hins vegar síðar kennt honum að ill meðferð á börnum sem þessum væri ekki bara fortíðarvandi á Íslandi.

„Það er ekki að efa að svona meðferð á fötluðum og þroskaskertum heyri til undantekninga, en eitt skipti er einu skipti of mikið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Í gær

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri