fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fréttir

Húsaleiga hækkar minna en kaupverð

Fermetraverð er almennt hærra í minni íbúðum en stærri íbúðum

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 23. febrúar 2017 10:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 11,5 prósent á tólf mánaða tímabili frá janúar 2016, en á sama tíma hefur söluverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 16,3 prósent.

Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans sem fjallar um þróun húsaleigu og kaupverðs.

Í Hagsjá segir að breytingar milli leigu- og kaupverðs fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu hafi fylgst nokkuð náið að allt frá árinu 2011 þegar farið var að birta vísitölu leiguverðs. Breytingar urðu þar á um mitt ár 2015 þegar töluverð lækkun á húsaleigu mældist þannig að vísitala leiguverðs dróst aftur úr vísitölu kaupverðs. Það sama gerðist í fyrravor og hefur þróunin haldið áfram, að því er segir í Hagsjá.

Í dag er staðan sú að kaupverð fjölbýlis hefur hækkað um 10 prósent meira en leiguverð frá ársbyrjun 2011.

Í Hagsjá er einnig fjallað um þróunina á einstökum svæðum á landinu og bent á það að fermetraverð er almennt hærra í minni íbúðum en stærri íbúðum. Þannig er leiguverð fyrir tveggja herbergja íbúðir nær alls staðar hærra en á þriggja herbergja íbúðum ef miðað er við verð á hvern fermetra. Eina undantekningin á þessu er Akureyri þar sem þriggja herbergja íbúðir eru dýrastar að meðaltali.

Þá er bent á það að sumsstaðar sé munurinn verulegur eins og í Kópavogi og austurhluta Reykjavíkur. Munur á leiguverði tveggja og þriggja herbergja íbúða er mestur í Kópavogi, 28 prósent, en er að meðaltali um 13 prósent á öllum svæðum.

Í Hagsjá er einnig fjallað um hvar leiguverð hafi hækkað mest ef miðað er við janúar 2016 og janúar 2017. Mesta breyting á leiguverði á þessum tíma er 25 prósenta hækkun tveggja herbergja íbúða á Suðurnesjum og þar á eftir koma tveggja herbergja íbúðir í Kópavogi. Minnstu breytingarnar eru 14 prósent lækkun á minnstu íbúðunum á Akureyri og um tveggja prósenta hækkun á þriggja herbergja íbúðum í austurhluta Reykjavíkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Í gær

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir