fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Fréttir

Ein þyrla í skoðun og önnur í viðgerð

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. febrúar 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, er nú í stórri skoðun og verður ekki til taks næstu vikurnar, eða fram í miðjan næsta mánuð. Þetta segir Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi gæslunnar, í samtali við DV. Blaðinu barst ábending um að þyrlurnar þrjár væru bilaðar en svo er ekki, að sögn Sveins.

Hann segir að við skoðun á TF-LIF í gær kom fram bilun sem þurfti að vinna í. Viðgerð ljúki um eða upp úr hádegi í dag.

Þá segir Sveinn að leiðsögutæki, sem nýtist við næturflug eða blindu, hafi bilað í TF-GNA en að vélin sé í flughæfu ástandi. „Ef upp kemur slys eða sjúkraflutningur þá getur hún brugðist við.“ Erfitt væri hins vegar að nota hana til næturflugs eða til flugs í blindu.

Sveinn segir að ekki hafi komið upp aðstæður í seinni tíð þar sem Landhelgisgæslan hafi ekki getað sinnt útkalli vegna bilana. Reglulegar skoðanir og viðhald sé liður í því að þyrlur gæslunnar séu alltaf til taks þegar neyðartilvik koma upp. Þá bendir Sveinn á að þyrlur Landhelgisgæslunnar séu ekki eini búnaðurinn sem nýtist við björgun hérlendis. Í því samhengi nefnir hann varðskiptin sem og búnað Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Snilldarráðið sem sigraði heimsbyggðina – Svona „eignast“ þú 111.000 krónur „aukalega“

Snilldarráðið sem sigraði heimsbyggðina – Svona „eignast“ þú 111.000 krónur „aukalega“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íslenski fjárhundurinn loksins kominn í hóp hinna útvöldu hálfu árþúsundi eftir orð Shakespeare

Íslenski fjárhundurinn loksins kominn í hóp hinna útvöldu hálfu árþúsundi eftir orð Shakespeare
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir mikla óvissu um Evrópumálin hjá nýrri ríkisstjórn

Segir mikla óvissu um Evrópumálin hjá nýrri ríkisstjórn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamenn nefna þann hlut sem þeir vildu að einhver hefði sagt þeim um Ísland áður en þeir komu

Ferðamenn nefna þann hlut sem þeir vildu að einhver hefði sagt þeim um Ísland áður en þeir komu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aldraður lögfræðingur gagnrýnir Snorra – „Ég hef alltaf talið þá aum­ingja sem ráðast á minni mátt­ar“

Aldraður lögfræðingur gagnrýnir Snorra – „Ég hef alltaf talið þá aum­ingja sem ráðast á minni mátt­ar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögregla fann gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Reykjavík

Lögregla fann gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Reykjavík