fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025
Fréttir

Arla heggur í sama knérunn: Notar Ísland til að markaðsetja erlent skyr

Þekktir Íslendingar eru áberandi í auglýsingunni

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 14. febrúar 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danski mjólkurvörurisinn Arla hefur nú blásið til enn einnar auglýsingaherferðar þar sem skyr fyrirtækisins er markaðsett með hjálp Íslands. Auglýsingaherferðin er tekin upp hér á landi og þar má sjá og heyra í þekktum Íslendingum, m.a. Sigurði Sigurjónssyni og Magnúsi Ver en gullbarkinn Egill Ólafsson talsetur auglýsinguna, eins og áður.

Árið 2015 varð talsvert uppþot þegar Arla notaði ímynd Íslands til þess að markaðsetja skyrframleiðslu fyrirtækisins í Bretlandi. Sérstaka reiði vakti Facebook-færsla fyrirtækisins þar sem gefið var í skyn að varan væri framleidd á Höfn í Hornafirði. Fjölmargir Íslendingar létu í sér heyra á síðu Arla, þar á meðal framkvæmdastjóri sölu- og markaðsviðs Mjólkursamsölunnar sem var afar ósáttur við atferli Arla og vildu meina að fyrirtækið væri hálfpartinn að gefa í skyn að varan væri framleidd hér í landi. Sagði hann að danski risinn ætti að vera heiðarlegur með þá staðreynd skyrið þeirra væri ekki íslenskt heldur jógúrt sem framleitt væri í Þýskalandi.

Arla heggur nú í sama knérunn með þessari nýju auglýsingu sem gefur til kynna að vel hafi tekist til í fyrra skiptið.

Auglýsingin nýja:

Hér má sjá og heyra fyrri auglýsingu Arla sem fór illa í landann:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Í gær

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“
Fréttir
Í gær

Morðin í Neskaupstað – Alfreð Erling murkaði lífið úr hjónunum með hamri

Morðin í Neskaupstað – Alfreð Erling murkaði lífið úr hjónunum með hamri
Fréttir
Í gær

Ekki gefið upp hvort maðurinn sem féll í sjóinn er í lífshættu eða ekki

Ekki gefið upp hvort maðurinn sem féll í sjóinn er í lífshættu eða ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

FBI gerði óhugnanlega uppgötvun í Airbnb-íbúð hryðjuverkamannsins í New Orleans

FBI gerði óhugnanlega uppgötvun í Airbnb-íbúð hryðjuverkamannsins í New Orleans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lavrov hótar Dönum að hervaldi kunni að verða beitt gegn þeim

Lavrov hótar Dönum að hervaldi kunni að verða beitt gegn þeim