fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Mossack og Fonseca handteknir

Sakar forseta Panama um að þiggja mútur

Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 11. febrúar 2017 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fréttavef The Guardian kemur fram að eigendur lögfræðistofunnar Mossack Fonseca, þeir Jurgen Mossack og Ramon Fonseca, voru handteknir í Panamaborg eftir að leit var gerð í húsnæði lögfræðistofunnar aðfararnótt föstudagsins. Stofan er miðpunkturinn í Panamahneykslinu sem margir muna eflaust eftir frá í apríl. Stofan er nú sögð tengjast umfangsmiklu hneykslis- og mútumáli.

Að Mossack Fonseca væru glæpasamtök

Kenia Porcell, ríkissaksóknari Panama sagðist á fimmtudag á blaðamannafundi hafa upplýsingar sem bentu sterklega til þess að Mossack Fonseca væru glæpasamtök sem stunduðu það að fela eignir og peninga sem aflað hefði verið með grunsamlegum hætti. “Í einföldu máli þá koma peningarnir frá mútum sem hafa skipt um hendur milli ákveðinna fyrirtækjaeininga til þess að koma þvegnir aftur til Panama,” segir Porcell. Að hennar sögn hafa fjórir verið ákærðir, þar með taldir eigendur Mossack Fonseca.

Mossack Fonseca og Odebrecht

Rannsóknin gengur út á að finna tengsl á milli brasilíska verkfræðifyrirtækisins Odebrecht að sögn Reuters, en fyrirtækið viðurkennir að hafa mútað yfirvöldum í Panama og öðrum löndum á árunum 2010-2014. Ramon Fonseca hefur neitað öllum tengslum Mossack Fonseca við Odebrecht. Einnig sakaði Fonseca forseta Panama, Juan Carlos Varela um að taka við peningum frá Odebrecht. “Hann sagði mér að hann hefði tekið við mútum frá Odebrecht því hann gæti ekki rifist við alla,” sagði Fonseca, án nánari útskýringa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“