fbpx
Mánudagur 16.desember 2024
Fréttir

Öll sönnunargögnin benda til þess að Thomas Møller Olsen sé sekur

Geta ekki heimtað játningu

Kristín Clausen
Föstudaginn 10. febrúar 2017 10:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan er búin að fara yfir töluvert mikið af gögnum í tengslum við morðið á Birnu Brjánsdóttur og undirbýr nú að senda málið til héraðssaksóknara. Þrátt fyrir að skipverjinn, sem grunaður er um að hafa banað Birnu, hafi ekki játað aðild að málinu benda öll sönnunargögnin til þess að hann sé sekur.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Þar segir Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókninni, að honum þyki ekkert ólíklegt að Thomas Møller Olsen eigi einhvern tímann eftir að játa að hafa banað Birnu.

„Engu að síður getum við ekki heimtað játningu. Það er réttur hvers grunaðs manns að tjá sig ekki,“ segir Grímur í samtali við Fréttablaðið.

Þá kemur fram í Morgunblaðinu að Grímur býst ekki við því að dánarorsök Birnu verði gerð opinber fyrr en ákæra hefur verið gefin út í málinu. Þá reiknar hann með því að Thomas verði yfirheyrður í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Anton fékk sjö milljón króna kröfu frá Reykjavíkurborg – Skjólveggur hans varnar hættulegu falli ofan í garð

Anton fékk sjö milljón króna kröfu frá Reykjavíkurborg – Skjólveggur hans varnar hættulegu falli ofan í garð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óánægja á tónleikum IceGuys – „Það var hræðilegt að horfa upp á öll börnin í örvæntingu“

Óánægja á tónleikum IceGuys – „Það var hræðilegt að horfa upp á öll börnin í örvæntingu“