fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Lögreglan ósátt við frétt RÚV um banamein Birnu – Grímur: „Óheppilegt að greint sé frá þessum smáatriðum í málinu“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 7. febrúar 2017 23:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óánægja er innan rannsóknardeildar lögreglu með frétt Ríkisútvarpsins í gærkvöldi þar sem fullyrt var í fyrirsögn að Birna Brjánsdóttir hefði drukknað. Í frétt RÚV í gærkvöldi var greint frá því að líkið hefði verið nakið þegar það fannst í fjörunni við Selvogsvita og áverkar bentu til að þrengt hefði verið að hálsi Birnu.

Grímur Grímsson hafði fyrr um morguninn, sama dag og fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá að Birna hefði drukknað, neitað að upplýsa um banamein Birnu í samtali við RÚV. Sagði Grímur að það gæti skaðað rannsóknina að greina frá dánarorsökinni. Síðar um kvöldið fór sú frétt í loftið að Birna hefði drukknað. Við það er lögreglan ósátt.

Tekist hefur verið á um það hvort rétt hafi verið að greina frá þessum upplýsingum. Vigdís Hauksdóttir gagnrýndi harkalega á Facebook að þessar upplýsingar hefðu farið í loftið. Kristinn Hrafnsson og Helgi Seljan gripu til varnar fyrir Ríkisútvarpið og sagði Kristinn Hrafnsson meðal annars:

„enn hef ég ekki séð neinn sem kemur að rannsókninni halda því fram að skaði hafi hlotist.“

DV hefur öruggar heimildir fyrir því að óánægja sé innan lögreglunnar með að ríkisútvarpið hafi birt þessar upplýsingar. Málið sé á viðkvæmu stigi og stórt í sniðum og hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer með rannsóknina á láti Birnu staðfestir í samtali við DV að óánægju gæti meðal þeirra sem rannsaka málið að þessar upplýsingar hafi verið birtar. Grímur segir:

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Það er óheppilegt að greint sé frá þessum smáatriðum í málinu. Það verður að viðurkennast.“

Þú sagðir fyrr um daginn að það gæti skaðað rannsóknina að greina frá dánarorsökinni. Þessar upplýsingar sem koma fram í fréttinni, geta þær skemmt fyrir rannsókn málsins?

„Ég vil ekki segja of mikið og reyna svara þessu frekar almennt og við skiljum að fjölmiðlar óski eftir upplýsingum um rannsóknina en við erum íhaldssöm þegar kemur að því að veita upplýsingar um málið. Hvort þetta eigi eftir að hafa áhrif á rannsóknina á eftir að koma í ljós. Málið er viðamikið og viðkvæmt. Það er eins og ég sagði óheppilegt að greint sé frá þessum smáatriðum í málinu. Það er okkar svar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Glerhálka og skortur á hálkuvörnum orsakaði dauða hjóna á Grindavíkurvegi

Glerhálka og skortur á hálkuvörnum orsakaði dauða hjóna á Grindavíkurvegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir íslenskt sendiráð hafa valdið sér tjóni

Segir íslenskt sendiráð hafa valdið sér tjóni