fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fréttir

Löður: Hjónaskilnaður Jóns Hauks og Maríu olli 567 milljóna króna gjaldþroti

Félagið tók um 250 milljón króna lán til að greiða út eiginkonu eigandans

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 6. febrúar 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lítið sem ekkert fékkst upp í tæplega 567 milljóna króna kröfur í þrotabú eignarhaldsfélagsins F-400, sem áður hét Bílaþvottastöðin Löður, samkvæmt auglýsingu Lögbirtingablaðsins. Skiptum lauk þann 18. janúar síðastliðinn en athygli vekur að fjögur ár eru liðin frá því að félagið var úrskurðað gjaldþrota. Aðalkröfuhafinn var Arion banki hf. en nýir eigendur hafa nú tekið við rekstrinum.

Jón Haukur Sigurðsson stofnaði umrætt fyrirtækið árið 1987 og starfaði sem framkvæmdastjóri þess. Til að byrja með hét það Véla- og pallaleigan h/f, síðan Brim og frá árinu 2000 tók það upp nafnið Bílaþvottastöðin Löður ehf. Jón Haukur byggði upp öflugt fyrirtæki sem varð fljótlega eitt þekktasta fyrirtækið á bílaþvottamarkaðinum. Samkvæmt ársreikningum félagsins voru skuldir fyrirtækisins hlutfallslega litlar og allt virtist vera í blóma.

Tók lán til að greiða út eiginkonuna

Örlög Löðurs réðust hins vegar í einkalífi eigandans. Skömmu fyrir efnahagshrunið 2008 skildu Jón Haukur og eiginkona hans, María Pétursdóttir. Eignum þeirra var skipt til helminga og þar var eignarhluturinn í Löðri stærsti bitinn. Jón Haukur vildi eiga fyrirtækið áfram og fékk verðmat á fyrirtækið. Matið hljóðaði upp á um 500 milljónir króna og úr varð að fyrirtækið tók um 200 milljóna króna lán hjá Kaupþingi, til handa forstjóranum. Andvirði lánsins rann til eiginkonu Jóns Hauks til að greiða hana út og um tíma átti Jón Haukur því fyrirtæki sitt einn. Gjörningar sem þessir eru aftur á móti ekki heimilaðir samkvæmt lögum. Til þess að gera illt verra þá var lánið tekið í erlendri mynt sem hafði alvarlegar afleiðingar þegar efnahagshrunið reið yfir.

Bakreikningur frá skattinum

Eftir að langtímaskuldir fyrirtækisins höfðu vaxið upp úr öllu valdi var ljóst að rekstrargrundvöllur fyrirtækisins var brostinn. Fyrirtækið hökti þó áfram í nokkur ár en var síðan tekið til gjaldþrotaskipta þann 21. mars 2013. Þessi ár sem fyrirtækið tórði áfram gerðu að verkum að ekki var hægt að rifta lánagjörningnum sem var gerður fyrir hrun.

Skattrannsóknarstjóri hafði hins vegar áhuga á málinu og tók drjúgan tíma í rannsókn þess. Það skýrir að stórum hluta þau fjögur ár sem gjaldþrotaskipti fyrirtækisins tóku. Niðurstaðan varð sú að Jón Haukur fékk bakreikning vegna 200 milljóna króna lánsins sem var túlkað sem æði rífleg launagreiðsla til handa framkvæmdastjóranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tvö kaffihús Starbucks opna í miðbæ Reykjavíkur

Tvö kaffihús Starbucks opna í miðbæ Reykjavíkur
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það er líka hugrekki í því fólgið að viðurkenna veikleika sína og sleppa“

„Það er líka hugrekki í því fólgið að viðurkenna veikleika sína og sleppa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halla biðst afsökunar á samúðarkveðjufíaskóinu – „Ég get ekki lofað ykkur því að ég geri ekki fleiri mistök“

Halla biðst afsökunar á samúðarkveðjufíaskóinu – „Ég get ekki lofað ykkur því að ég geri ekki fleiri mistök“