fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Amir er í höndum lögreglunnar: „Erfitt að finna meiri mannvonsku akkúrat núna“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 1. febrúar 2017 21:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér líður illa, ég er þunglyndur og hræddur um líf mitt. Hvernig á manni eiginlega að líða þegar á að senda mann til helvítis?“

Þetta er spurning sem Amir Shokrogozar varpaði fram í viðtali við Fréttatímann fyrr í vetur. Amir er rúmlega þrítugur. Hann er frá Íran og er samkynhneigður. Honum hefur verið synjað um dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. Amir er í haldi lögreglunnar og verður sendur til Ítalíu í fyrramálið. Amir hefur sagt að hann verði líklega sendur í sömu flóttabúðir og þar sem honum var nauðgað af hópi fimm manna fyrir fimm árum. Segir Amir að verði hann sendur þangað taki við götulíf enda ekki vært í þessum búðum vegna fordóma.

Amir á kærasta hér á landi sem hefur ekki viljað koma fram undir nafni. Stefndu Amir og unnusti hans á að giftast.

Sema Erla fjallar um mál Amir á Facebook. Hún segir:

„Hjálp! Lögreglan hefur handtekið hælisleitenda frá Íran, hann Amir, sem þurfti að flýja landið sitt, heimili og fjölskyldu vegna kynhneigðar sinnar. Hann var sóttur á heimili sitt eftir að hann kom heim af spítala í morgun og mun vera sendur úr landi í fyrramálið.“

Þá er fjallað um málið í Reykjavík Grapevine í kvöld þar sem kemur fram að Amir hafi ekki fengið að sækja eigur sínar. Unnustinn hafi orðið að fara til lögreglunnar. Sema segir:

„Hann hefur ekki fengið að kveðja unnusta sinn áður en hann verður sendur í burtu! Það er erfitt að finna meiri mannvonsku en er að eiga sér stað, hér, akkúrat núna. Þetta verður að stöðva! Stjórnvöld á Íslandi geta ekki setið í makindum sínum og gagnrýnt aðra fyrir mannréttindabrot, fasískar aðgerðir og mannvonsku og látið þetta viðgangast.“

Tvö ár á Íslandi

Amirs hefur búið á Íslandi í tvö ár og starfað sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum og Samtökunum 78. Íslensku hefur hann lært í Tækniskólanum. Sema segir:

„Amir var áður á flótta í Ítalíu þar sem hann var ofsóttur, bæði líkamlega og andlega, jafnt fyrir kynhneigð sína og kristna trú og var honum hópnauðgað í flóttamannabúðum þar í landi. Vegna þeirra hörmunga sem hann hefur gengið í gegnum og ég ætla ekki einu sinni að þykjast getað ímyndað mér, er ljóst að það sem Amir þarf núna er skjól, vernd, friður og ró, svo hann geti unnið úr sínum erfiðleikum og byggt sér framtíð með unnusta sínum. Yfirvöld ætla hins vegar að senda hann út í óvissuna og óttann enn á ný.“

Sema kveðst skora á dómsmálaráðherra að grípa í taumana.

„Sýnið mannúð og samkennd í verki og stöðvið þetta. Sýnið að þið trúið því að öll mannslíf skipta máli, líka Amirs. Veitið Amir vernd hér frá frekari áföllum, ofsóknum og hryllingi. Leysið hann úr haldi lögreglu og leyfið honum að fara heim til unnusta síns. Strax.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“
Fréttir
Í gær

Ferðamenn í vandræðum í vitlausu veðri – Sjáðu myndirnar

Ferðamenn í vandræðum í vitlausu veðri – Sjáðu myndirnar