fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
Fréttir

Stuðningsmenn í gleðivímu yfir komu Birkis: „Ég er eins og lítill krakki, ég er svo spenntur“

Birkir Bjarnason genginn í raðir Aston Villa

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 25. janúar 2017 13:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birkir Bjarnason er búinn að skrifa undir samning við enska félagið Aston Villa. Villa, sem er stórlið í sögulegu samhengi. Birkir hefur undanfarið leikið með svissneksa meistaraliðinu Basel. Aston Villa staðfesti þetta nú í hádeginu.

Birkir er annar Íslendingurinn til að leika með Aston Villa en Jóhannes Karl Guðjónsson lék með liðinu sem lánsmaður árið 2003. „Við í skýjunum yfir því að tilkynna að Aston Villa hefur samið við Birki Bjarnason, sem kemur frá FC Basel,“ segir Aston Villa á Twitter.

Aston Villa má reyndar muna fífil sinn fegurri. Liðið féll úr úrvalsdeildinni í fyrra en fram að því hafði liðið leikið í ensku úrvalsdeildinni frá stofnun hennar. Það er nú níu stigum frá umspilssæti í Championsship-deildinni og er Birki ætlað að hjálpa liðinu að fikra sig upp töfluna. Villa er sjöunda sigursælasta liðið í enska boltanum frá upphafi en titlarnir eru 23 talsins.

Á Facebooksíðu íslenskra stuðningsmanna Aston Villa er gleðin allsráðandi. „Ég hef lítið unnið í gær, hvað þá í dag,“ skrifar einn þeirra en óstaðfestar fregnir um kaupin kvissuðust út í gær. „Ég er eins og lítill krakki, ég er svo spenntur,“ skrifar annar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Dró upp hníf eftir rifrildi á samkomustað

Dró upp hníf eftir rifrildi á samkomustað
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Landflótta norðurkóreskir hermenn segja norðurkóresku hermennina í Úkraínu vera úr úrvalssveitum

Landflótta norðurkóreskir hermenn segja norðurkóresku hermennina í Úkraínu vera úr úrvalssveitum