fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Nagandi óvissa um Dettifossveg

„Niðurstöðu að vænta fljótlega,“ segir nýr ráðherra – Byggðin á mikið undir veginum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 24. janúar 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvissa er enn uppi um framtíð síðasta áfanga Dettifossvegar, sem heimamenn á norðausturhorninu hafa beðið eftir í ofvæni mörg undanfarin ár. Samþykkt var í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis í september að klára Dettifossveg innan tveggja ára. Þá eru áform í uppnámi síðan í ljós kom að ekki er gert ráð fyrir fjárveitingu til framkvæmdarinnar í fjárlagafrumvarpi ársins.

„Staðan er sú varðandi Dettifossveg að ekki gætti samræmis í afgreiðslu samgönguáætlunar og niðurstöðu fjárlaga fyrir 2017. Við erum þessa dagana að fara yfir forgangsröðun þess fjármagns sem kom á fjárlögum og er niðurstöðu í því að vænta fljótlega,“ segir Jón Gunnarsson, nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í svari til DV.

Eins og DV hefur greint frá hefði tilkoma vegarins mikla þýðingu fyrir sveitarfélög í Norðurþingi en Raufarhöfn og Kópasker eru á lista yfir brothættar byggðir.

Um er að ræða stuttan vegkafla sem tengir saman Dettifoss og Ásbyrgi án þess að fara þurfi um langan veg, í gegnum Mývatnssveit, Húsavík og Tjörnes. Búið er að byggja upp veginn frá jökulsárbrú að Dettifossi að ofanverðu og unnið er að uppbyggingu vegarins frá Ásbyrgi að Vesturdal eða Hljóðaklettum. Á milli Hljóðakletta og Dettifoss er 18 kílómetra ókláraður kafli. Í dag er um að ræða niðurgrafinn moldarveg, að stórum hluta, sem ekki er fær nema yfir hásumar.

DV ræddi við ferðaþjónustubændur í Öxarfirði síðastliðið vor vegna málsins. Í máli þeirra kom fram að vegurinn gæti haft gríðarmikla þýðingu hvað framtíð byggðarinnar við Öxarfjörð varðar. Lagning vegarins opnaði mikilvæga gátt ferðamanna ofan í Öxarfjörð – með tilheyrandi tekjum og atvinnusköpun. Heimamenn sem DV hefur rætt við vegna málsins eru uggandi vegna óvissunnar.

Sjá einnig: Hingað koma engir peningar

Þegar nefndin samþykkti framkvæmdirnar í haust ræddi DV við Ævar Ísak Sigurgeirsson, verslunareiganda í Ásbyrgi, en í fyrra gerðist það, þrátt fyrir vaxandi ferðamannastraum á flesta staði, að Ísak varð að hafa verslunina lokaða yfir vetrartímann. Hann sagði um veginn: „Ég yrði óskaplega hamingjusamur með það. Þegar ég sé tækin komin á staðinn þá fagna ég. Ekki fyrr.“

Öxarfjörður hefur frá upphafi farið á mis við meginþunga ferðamannastraumsins, utan hásumars, vegna skort á heilsársvegi frá Mývatni, um Dettifoss, niður í Ásbyrgi.

Vegkaflinn sem um ræðir er 18 km.
Dettifossvegur Vegkaflinn sem um ræðir er 18 km.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund