fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fréttir

Arthur dæmdur í fimm mánaða fangelsi -Stal bíl með barni í aftursætinu: „Þennan dag fór ég í algjört „blackout“

Auður Ösp
Föstudaginn 20. janúar 2017 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arthur Alansson, sem var handtekinn í ágúst síðastliðnum fyrir að hafa stolið bif­reið með tveggja ára barni, var dæmdur í fimm mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Umrætt má komst í fréttir þann 17. ágúst síðastliðinn en þann dag sló þjóðina óhug þegar allir helstu fjölmiðlar landsins greindu frá því að bíl með tveggja ára barni innanborðs hefði verið stolið fyrir utan leikskóla í Rjúpnasölum í Kópavogi.

Faðir barnsins kom á leikskólann til að sækja barn sitt og skildi bílinn eftir ólæstan og í gangi. Í bílnum var tveggja ára barn hans. Á meðan faðirinn var inni stal Arthur bílnum og ók sem leið lá að Krónunni. Þar fannst bílinn skömmu síðar en þá hafði allt tiltækt lið lögreglu verið kallað út auk þess sem þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar var kölluð út til að aðstoða við leit­ina.

„Myndi aldrei gera barni mein“

„Ég átti aldrei að taka þennan bíl og ég hefði aldrei tekið hann hefði ég gert mér grein fyrir að það væri barn í aftursætinu. Þetta var eitt versta augnablik lífs míns,“ sagði Arthur í viðtali við DV nokkrum dögum síðar.

Hann hefur barist við vímuefnafíkn frá 13 ára aldri. Þá tók hann jafnframt fram að hann vildi hætta neyslu og hefði verið að bíða eftir plássi í afvötnun. Með þjófnaðinum braut hann skilorð.

„Ég var búinn að vera í rugli í nokkurn tíma því ég átti erfitt með að nálgast daglega skammtinn af morfínlyfjum og lenti í mikilli neyslu vegna þess,“ sagði Arthur þegar hann var spurður um bílstuldinn. „Þennan dag fór ég í algjört „blackout“.

Hann sagði það hafa verið eitt erfiðasta augnablik lífs síns að vakna í fangaklefa á Hverfisgötu og vera tilkynnt að hann hefði stokkið upp í bíl og ekið af stað með barn Magnúsar. „Ég á sjálfur barn, myndi aldrei gera barni mein og get rétt ímyndað mér skelfinguna sem hefur gripið foreldrana, þau vil ég biðja afsökunar frá mínum dýpstu hjartans rótum. Ég er svo Guðs lifandi feginn að barnið vaknaði ekki meðan á þessari stuttu bílferð stóð og að allt hafi farið eins vel og hugsast gat miðað við ömurlegar aðstæður.“

Þá kom jafnframt fram að Arthur væri staðráðinn í að snúa lífi sínu við. „Ég vil svo að lokum ítreka afsökunarbeiðni mína til foreldrana og vonandi fæ ég tækifæri til að biðja þau afsökunar augliti til auglitis einn daginn.“

Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að Arthur hafi verið undir miklum áhrif­um metam­feta­míns þegar hann stal bif­reiðinni þennan dag. Var hann sakfelldur fyrir umferðar og hegninarlagabrot vegna atvikisins þann 17. ágúst síðastliðinn. Auk þess var hann einnig sakfelldur fyrir að hafa að ekið bifreið undir áhrifum áv­ana- og fíkni­efna og fyrir að hafa ekið bifreið svipt­ur öku­rétti.

Hann játaði sök skýlaust fyrir dómi en auk fangelsisrefsingarinnar hefur hann einnig verið sviptur ökuréttindum ævilangt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Særindi og dramatík á Alþingi – Segir Sigurð Inga hafa verið leiddan í gildru

Særindi og dramatík á Alþingi – Segir Sigurð Inga hafa verið leiddan í gildru
Fréttir
Í gær

„Að sleppa frá ofbeldi ætti að marka upphaf nýs lífs, ekki nýja martröð“

„Að sleppa frá ofbeldi ætti að marka upphaf nýs lífs, ekki nýja martröð“
Fréttir
Í gær

„Það er hörmu­legt til þess að vita að þetta sé búið að ganga svona í mörg ár“

„Það er hörmu­legt til þess að vita að þetta sé búið að ganga svona í mörg ár“
Fréttir
Í gær

Rússneskur tónlistarmaður „datt út um glugga“ þegar hrottar Pútíns komu í heimsókn

Rússneskur tónlistarmaður „datt út um glugga“ þegar hrottar Pútíns komu í heimsókn
Fréttir
Í gær

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu
Fréttir
Í gær

Fær ekki hærri bætur eftir að hafa verið bendluð við átök bræðra

Fær ekki hærri bætur eftir að hafa verið bendluð við átök bræðra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morðin í Neskaupstað: Hryllileg aðkoma lögreglumanna – „Það voru blóðslettur upp um alla veggi“

Morðin í Neskaupstað: Hryllileg aðkoma lögreglumanna – „Það voru blóðslettur upp um alla veggi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morðin í Neskaupstað: Réttarhöld hafin yfir Alfreð Erling sem kýs að tjá sig ekki

Morðin í Neskaupstað: Réttarhöld hafin yfir Alfreð Erling sem kýs að tjá sig ekki