fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Lögreglan lokar svæðinu við birgðastöð Atlantsolíu í Hafnarfirði

Báðir skórnir fundust við höfnina en Birna er ófundin

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. janúar 2017 01:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan hefur lokað svæðinu við birgðastöð Atlantsolíu við höfnina í Hafnarfirði. RÚV segir að skórinn sem fannst fyrr í kvöld, og í fyrstu var talið að hefði fundist nærri Kaldárseli, hafi fundist á svæðinu. Það er þó óstaðfest.

Skórinn sem fannst var að sögn að gerðinni Dr. Martens, en Birna Brjánsdóttir var klædd slíkum skó þegar hún týndist, aðfararnótt laugardags. Til hennar hefur ekkert spurst síðan, en fyrr í kvöld dró til tíðinda þegar svartur skór, með snjó undir sóla, fannst. Auð jörð var aðfararnótt laugardags. Því er alveg óstaðfest að um skóinn hennar sé að ræða.

Blaðamenn DV eru á vettvangi en lögreglan verst frétta. Nokkur viðbúnaður er á staðnum. Kafarar eru á svæðinu, sérsveitarmenn og að minnsta kosti þrír björgunarsveitarbílar, sumir með miklum ljósabúnaði.

Uppfært klukkan 02:46. Báðir skórnir fundust á svæðinu en ekki hefur verið staðfest að um skóna hennar Birnu sé að ræða. Lögregla og björgunarsveitir leita nú af sér allan grun á svæðinu. Birna er ófundin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Glerhálka og skortur á hálkuvörnum orsakaði dauða hjóna á Grindavíkurvegi

Glerhálka og skortur á hálkuvörnum orsakaði dauða hjóna á Grindavíkurvegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir íslenskt sendiráð hafa valdið sér tjóni

Segir íslenskt sendiráð hafa valdið sér tjóni