fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fréttir

Ölvaður ökumaður velti bíl í Grindavík

Ökumaðurinn er ungur að árum og hafði ekki öðlast ökuréttindi

Kristín Clausen
Föstudaginn 13. janúar 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ölvaður ökumaður velti bifreið sinni í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikinni. Hann er ungur að árum og hafði ekki öðlast ökuréttindi.

Atvikið varð með þeim hætti að ökumaðurinn ók um götur Grindavíkur og missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún hafnaði á ljósastaur og í framhaldi af því utan vegar. Hann komst út úr bifreiðinni og slapp án meiðsla.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Þar segir jafnframt að annar ökumaður hafi í vikunni verið handtekinn fyrir ölvun við akstur í umdæminu. Þar var á ferðinni erlendur ferðamaður.

Þá voru sjö ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Sá sem hraðast ók mældist á 129 km. hraða á Reykjanesbrautinni þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag