fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fréttir

Birgitta: Fúsk hjá Óttari að kalla lygar klaufaskap

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 10. janúar 2017 10:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í gær skoraði ég á Óttar að snúa af þeirri braut að réttlæta fúskið sem hann hefur einatt talað um að sér finnist ólíðandi og ekki í anda þeirra stjórnmála sem hann vildi stunda. Nú bera 58 aðrir BF aðilar samábyrgð með honum og kannski alveg komin tími á að hætta að vera fúl við hann einan,“ segir Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata á Facebook-síðu sinni. Þar heldur hún áfram að skamma Óttar Proppé formann Bjartrar framtíðar. Þá er Birgitta ósátt við að Óttarr haldi fram að grundvallarmunur sé á þeirri stöðu sem nú sé uppi og þeirri sem var síðastliðið vor þegar hann gagnrýndi Sigmund Davíð á Twitter-síðu sinni fyrir að halda upplýsingum um aflandsfélag leyndum. Óttar sagði í samtali við Ríkisútvarpið:

„Mér finnst nú vera ákveðinn grundvallar munur því að eftir að upplýsingarnar komu fram þá gerði Bjarni sitt besta til að útskýra sitt mál og síðan var kosið og við erum að vinna úr niðurstöðum kosninganna. Mér finnst það vera ákveðin skylda okkar sem að höfum verið kosin til þings að koma okkur saman um að mynda starfhæfa ríkisstjórn og núna þegar að við erum farin að banka í lengstu stjórnarkreppu í Íslandssögunni þá held ég að það sé ábyrgðarhluti að klára það verk.“

Eyjan greindi frá því í gær að Birgitta boðaði vantraust á nýja ríkisstjórn áður en hún var mynduð og hvatti Óttar til að hætta við fyrirhugað stjórnarsamstarf. Af því varð þó ekki. Í dag spyr Birgitta:

„Hvað finnst fólki almennt um að lýsa yfir vantrausti á ríkisstjórnir? Þær eru alltaf felldar á þinginu, því það þarf sko meirihluta þingmanna til að samþykkja slíkt vantraust. Er nóg að ég lýsi yfir vantrausti á væntanlegan forsætis á facebook?“

Þá kveðst Birgitta ekki skilja af hverju Björt framtíð og Viðreisn tóku upp samstarf eftir kosningar. Birgitta segir að lokum:

„Hefði verið íkornalegt ef hann hefði sagt kjósendum sínum að það stæði til eftir kosningar að mynda slíkt bandalag. Svo finnst finnst það algert fúsk hjá honum að kalla lygar klaufaskap. Ég vona að þau nái einhverjum alvöru málum í gegn, það geri ég heilshugar. En þau verða að gera sér grein fyrir því að það verður öflug andstaða við allt fúsk!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eigandi rússnesks skips segir að því hafi verið sökkt vísvitandi – „Hryðjuverk“

Eigandi rússnesks skips segir að því hafi verið sökkt vísvitandi – „Hryðjuverk“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segja hleðslubankahryðjuverki hafa verið afstýrt

Segja hleðslubankahryðjuverki hafa verið afstýrt
Fréttir
Í gær

Sakamál ársins II: Harmleikur í sumarhúsi, afi og amma geymdu dóp, blaðamanni DV hótað og Gabríel réðst á fangaverði

Sakamál ársins II: Harmleikur í sumarhúsi, afi og amma geymdu dóp, blaðamanni DV hótað og Gabríel réðst á fangaverði
Fréttir
Í gær

Blak borið af dæmdum barnaníðingi í jóladagskrá RÚV – „Ég hugsa til þolendanna“

Blak borið af dæmdum barnaníðingi í jóladagskrá RÚV – „Ég hugsa til þolendanna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Líkfundurinn var aðeins byrjunin á ótrúlegri fléttu – „Ruglað fólk gerir ruglaða hluti“

Líkfundurinn var aðeins byrjunin á ótrúlegri fléttu – „Ruglað fólk gerir ruglaða hluti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvers konar bíómyndir er best að horfa á í flugi – Ekki Cast Away og ekki Airplane!

Hvers konar bíómyndir er best að horfa á í flugi – Ekki Cast Away og ekki Airplane!
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“