Gámur fauk af bíl skömmu rétt austan Akureyrar skömmu fyrir hádegi í dag. Jóhann Olsen, varðstjóri lögreglunnar á Norðurlandi eystra, segir að samkvæmt bílstjóranum hafi festingar að framan losnað með þeim afleiðingum að gámurinn fór af stað.
Maðurinn var á leið til Akureyrar. Vindur hefur blásið af suðvestri af landinu í dag og því fauk gámurinn ekki yfir hina akreinina, heldur beint út af veginum. Jóhann segir við DV að fyrir hádegi hafi verið „góður stinningur“ en menn hafi ákveðið að bíða af sér mesta vindinn áður en gámurinn yrði sóttur.
Gámurinn er tómur og engum varð ekki meint af.