fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Fréttir

Ætla að rukka inn í Raufarhólshelli

Auður Ösp
Miðvikudaginn 20. júlí 2016 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Raufarhóll hyggst leiga Raufarhólshelli austan Bláfjalla og hefja þar gjaldtöku í byrjun næsta árs. Um er að ræða fjórða stærsta hraunhelli landsins og þann stærsta utan Hallmundarhrauns. Á meðal þeirra fjárfesta sem standa að baki Raufarhóli er félag í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar, sem sem kenndur er við samlokukeðjuna Subway.

Frá þessu greinir RÚV en félagið hyggst bjóða upp á skipulagðar ferðir í hellinn. Þá er einnig áætlað að leggja stíg inn í hellinn og koma fyrir ljósabúnaði auk móttöku fyrir ferðamenn sem heimsækja hellinn.

Raufarhólshellir er á náttúruminjaskrá en Umhverfisstofnun hefur áður lýst því yfir að óheimilt sé að rukka gjald á svæðum sem þar eru skráð. Ákvæði í lögum um náttúruvernd heimila þó innheimtu gjalds fyrir þjónustu á friðlýstum svæðum og náttúruverndarsvæðum.

Gjaldtaka á íslenskum náttúruperlum hefur verið töluvert í umræðunni undanfarin misseri. Þannig greindi DV frá því á dögunum að gjaldtaka hefði hafist við Víðgelmi þann 15 maí síðastliðinn og þarf hver fullorðinn einstaklingur nú að greiða 6500 krónur fyrir að skoða hellinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Safnaði milljónum fyrir Geðhjálp á sextugsafmælinu sínu með tónleikum

Safnaði milljónum fyrir Geðhjálp á sextugsafmælinu sínu með tónleikum
Fréttir
Í gær

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“