Reikna með að árið 2030 verði flogið daglega upp í geim
Ný farþegaþota getur breytt samgöngum varanlega og gert heiminn að enn minni stað en áður. Nýja Sabre-þotan ferðast á rúmlega 6500 kílómetra hraða á klukkustund sem gerir farþegum á Íslandi kleift að ferðast til Los Angeles á vesturströnd Bandaríkjanna eða Beijing í Kína rúmlega klukkutíma.
Geimferðastofnun Evrópu hefur nú fjárfest rúmlega 11 milljónum dala, eða 1,3 milljarði íslenskra króna í verkefnið og er vonast til að frumgerð vélarinnar verði tilbúin árið 2020. Vélin er einskonar samblanda af hefðbundnum þotuhreyfi og eldflaug sem gerir vélinni kleft fara nánast upp í geim og ferðast á fimm sinnum meiri hraða en hljóð, eða helmingi hraðar en Concorde.
Sabre er framleidd af Reaction Engines, tiltölulega litlu fyrirtæki í Bretlandi sem hefur unnið að þróun vélarinnar í meira en 20 ár. Alan Bond stofnandi fyrirtækisins segir markmiðið að breyta heiminum í eitthvað sem áður þekktist einungis í vísindaskáldskap:
„Árið 2030 verður aðgangurinn að geimnum líkari því sem við sjáum í vísindaskáldskap dagsins í dag. Flaugar geta þá flogið upp í geim og til baka daglega.“