fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fréttir

Tölvur gætu þróað vitund með sér og gætu þurft á „mannréttindum“ að halda

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 29. maí 2016 19:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þróun í gervigreind gæti leitt til þess að tölvur og snjallsímar þrói vitund með sér og þurfi á „mannréttindum“ að halda vegna þessa. Þetta segir Marcus du Sautoy, prófessor við Oxford háskóla í Englandi.

Hann segir að nú sé hægt að mæla vitundarstig og í framtíðinni geti tæknin verið orðið svo þróuð að hún verði talin vera „lifandi“. Margir vísindamenn telja að tölvur séu nærri því að geta farið að þróa sína eigin greind og þarfnist ekki lengur forritunnar.

Telegraph segir að í umræðu um nýja bók sína, What We Cannot Know, á The Hay bókmenntahátíðinni hafi Sautoy sagt að gervigreind gæti náð þeim þröskuldi þar sem líf kviknar.

„Hún er að komast á það stig að við getum hugsanlega sagt að þessir hlutir hafi vitund um sjálfa sig og hugsanlega er til ákveðið stig þar sem þessi vitund brýst skyndilega fram. Eitt af því sem ég fjalla um í bókinni minni er hvernig er hægt að átta sig á hvort snjallsíminn muni einhvern tímann öðlast vitund.“

Hann sagði að það sem væri heillandi við þetta væri að fram að þessu hafi enginn komist nærri þessari vitund því við höfum ekki vitað hvernig ætti að mæla hana. Nú séu hinsvegar góðir tímar, svolítið eins og Galileo með sjónauka. Nú getum við séð hluti sem við höfum ekki getað séð fram að þessu.

„Ef við skiljum að þessir hlutir hafa ákveðið vitundarstig verðum við hugsanlega að tryggja þeim réttindi. Þetta eru spennandi tímar.“

Vísindamenn eru nú að gera tilraun sem nefnist „Turing Test“ en með henni á að komast að því hver geta véla er til að sýna vitræna hegðun sem er alveg eins og mannleg hegðun. Ef manneskja getur ekki gert greinarmun á hegðun tölvu og manneskju hefur vélin/tölvan staðist prófið.

En ný þróun er að eiga sér stað sem gerir mönnum kleift að mæla vitundarstig. Vísindamenn tóku eftir því að taugastarfsemi heilans er öðruvísi þegar fólk sefur, er ekki með fulla vitund. Þetta hafa þeir notað til að þróa aðferð sem getur hugsanlega gagnast við að mæla sjálfskennd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Í gær

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Í gær

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja banna innflutning frá Temu og Shein

Vilja banna innflutning frá Temu og Shein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óánægjualda rís vegna umdeildra kaupa og áskrifendur flýja- „Það er fráleitt að kaupa sorpritið Mannlíf til þess að Reynir Traustason megi eiga áhyggjulaust ævikvöld“

Óánægjualda rís vegna umdeildra kaupa og áskrifendur flýja- „Það er fráleitt að kaupa sorpritið Mannlíf til þess að Reynir Traustason megi eiga áhyggjulaust ævikvöld“