Apple búið að gefa út nýja uppfærslu á iOS stýrikerfinu
Ný uppfærsla iOS stýrikerfisins er komin út. Nýja uppfærslan ber heitið 9.3.2 og segir Apple að aðeins sé verið að laga nokkra litla galla.
Margir hafa kvartað undað því að ekki hefur verið hægt að nota næturvaktina (e. Night shift) og rafhlöðusparnað (e. Low Power Mode) á sama tíma fyrr en núna. Vefsíðan Macrumors hefur sagt þessa tvo eiginleika vinna nú saman.
Aðrar lagfæringar eru aðallega fyrir hinn nýja iPhone SE, en einhverjir eigendur símans höfðu fengið villuboð þegar reynt var að tengja símann við Bluetooth hátalara. Allir iPhone eigendur geta nú uppfært símann sinn í gegnum iTunes eða í símanum sínum.