Líklegt að breytingin komi fram á næstu tveim vikum
Samfélagsmiðillinn Twitter ætlar að hætta að telja myndir og tengla inn í 140 stafabila takmarkið sitt og bjóða notendum sínum upp á að birta lengri færslur en áður. Bloomberg greinir frá þessu og vísar í ónefndan heimildarmann.
Notendur munu líklega verða varir við breytinguna eftir tvær vikur. Fyrirtækið hefur neitað að svara hvort orðrómurinn sé á rökum reistur. Í janúar síðastliðnum sagði Jack Dorsey, forstjóri Twitter að fyrirtækið væri að leita nýrra leiða til að birta texta.
Ástæðan fyrir 140 stafabila takmarki Twitter er vegna þess að þegar miðillinn kom fyrst fram á sjónarsviðið tístu notendur með SMS skilaboðum.