fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Íslenskur starfsmaður CIA nefndur í Panama-skjölunum: Sagður hafa selt Saddam Hussein skriðdreka

Loftur Jóhannesson er 85 ára – Tengist aflandsfélögum á Bresku Jómfrúreyjunum

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 6. apríl 2016 10:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loftur Jóhannesson, 85 ára íslenskur auðkýfingur, búsettur í Bandaríkjunum, er nefndur á nafn í Panama-skjölunum svokölluðu. Loftur er fyrrverandi flugmaður, flugvélasali og kaupsýslumaður sem nokkuð var fjallað um í íslenskum og erlendum fjölmiðlum seint á níunda og snemma á tíunda áratug liðinnar aldar.

Eyjan greindi fyrst frá þessu.

30. maí 1992.
Umfjöllun DV 30. maí 1992.

Sagður hafa selt Saddam Hussein skriðdreka

Sunday Times greindi frá því í janúar árið 1987 að Loftur hefði selt stjórnarher Saddams Hussein tólf sovéska T-72 skriðdreka fyrir tæplega tvo milljarða íslenskra króna á þáverandi gengi. Gera má ráð fyrir því að sú upphæð sé í kringum sjö milljarðar á núverandi gengi.

Loftur var sagður hafa hagnast mikið á Bíafrastríðinu í Nígeríu árin 1967-1970 er hann stofnað fraktflugfélag. Upp frá því stundaði hann alþjóðleg viðskipti með flugvélar og vopn. Helgarpósturinn greindi frá því árið 1994 að Loftur hafi um tíma átt í miklu samskiptum við CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna, sem og Stasi, leyniþjónustu Austur-Þýskalands. Þar var hann sagður meðal auðugustu Íslendinga og búa á þremur stöðum: London, Maryland í Bandaríkjunum og vínekrubúgarði í Frakklandi sem kona hans erfði.

Sumarhús á Barbados og vínbúgarður í Frakklandi

Í umfjöllun ICIJ, samtaka alþjóðlegra rannsóknarblaðamanna, sem hafa unnið úr skjölunum, kemur fram að Loftur sé einnig talinn hafa starfað með CIA við að senda vopn til Afganistans á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Vopnin voru ætluð hópum sem berjast gegn kommúnistum.

Að því er fram kemur í umfjöllun ICIJ, sem Eyjan vitnar til, kemur fram að Loftur virðist hafa keypt sér sumarhús á Barbados og fyrrnefndar vínbúgarð í Frakklandi fyrir launin frá CIA. Í umfjöllun Helgarpóstsins kom þó fram að eiginkona hans hefði erft búgarðinn.

Loftur er sagður hafa greitt Mossack Fonseca mörg þúsund dollara á síðasta ári fyrir þjónustu við að leyna fjármunum hans. Nafn hans er fyrst sagt hafa birst í skjölum Mossack Fonseca í september 2002, en þá var hann löngu hættur að starfa hjá CIA. Hann er sagður hafa tengst að minnsta kosti fjórum aflandsfélögum á Bresku Jómfrúareyjunum og Panama en þau tengdust dýrum fasteignum. Þar á meðal einni á bak við Westminster-dómkirkjuna í Lundúnum og annarri við strönd á Barbados en svipaðar fasteignir þar eru sagðar seljast á 35 milljónir dollara nú.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Í gær

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leita að ungum Íslendingi sem er grunaður í mannshvarfsmáli á Spáni – Mætti ekki fyrir dómara í desember

Leita að ungum Íslendingi sem er grunaður í mannshvarfsmáli á Spáni – Mætti ekki fyrir dómara í desember
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þóra Kristín náði varla að þakka hetjunni á Ægisíðunni – „Hann mokaði og ýtti og linnti ekki látum fyrr en það tókst“

Þóra Kristín náði varla að þakka hetjunni á Ægisíðunni – „Hann mokaði og ýtti og linnti ekki látum fyrr en það tókst“