Allir nýir farsímar sem seldir verða á Indlandi frá árinu 2017 munu vera útbúnir sérstökum hnappi til þess að hringja neyðarsímtöl. Sömuleiðis verða allir farsímar sem seldir verða frá 2018 með GPS.Þetta er gert til að auka öryggi kvenna í landinu.
Nýjar reglur voru kynntar af yfirvöldum í Indlandi með það að leiðarljósi að auka öryggi kvenna í landinu. Tölurnar fimm og níu verða notaðar sem öryggistölur á þeim símum sem nú þegar hafa komið út. Snjallsímaframleiðendur verða samkvæmt lögum að framleiða símana með búnaði til að senda skilaboð á viðbragðaaðila.
Öllum framleiðendum, þar á meðal Apple og Samsung verður gert að fylgja nýju reglunum. Er þetta gert til að reyna sporna við kynferðisglæpum en samkvæmt upplýsingum er nauðgun framan á þrjátíumínútna fresti í landinu.