fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Fréttir

Þetta er bílinn sem er að gera allt vitlaust

Nýr Tesla kynntur – Mun kosta tæpar 4,3 milljónir króna – Nú þegar hafa 115.000 manns forpantað

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. apríl 2016 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný Tesla Model 3 var kynnt til leiks síðastliðinn fimmtudag. Þrátt fyrir að stutt sé síðan að bíllinn hafi verið kynntur, hafa 115.000 manns nú þegar pantað eintak af bifreiðinni og greitt þúsund Bandaríkjadali, jafnvirði rúmra hundrað þúsund króna, fyrirfram.

Kaupendurnir sem höfðu pantað bílinn vissu ekki hvernig bíllinn liti út, en Tesla Model 3 er minni en Model S sem líklega er þekktasta bifreið fyrirtækisins. Kaupendurnir vissu ekki heldur að heildarverð bílsins væru 35.000 Bandaríkjardalir, sem gera um 4,3 milljónir króna.

Við kynningu bílsins í gær sagðist forstjóri Tesla, Elon Musk, vonast til þess að fyrstu bílarnir af þessari nýju gerð komi til viðskiptavina á næsta ári. „Þú munt ekki geta keypt betri bíl fyrir 35.000 dollara, ekki einu sinni nálægt því,“ sagði hann einnig.

Musk sagði að sætin í Model 3 yrðu fimm talsins og mjög þægileg. Hann lagði mikla áherslu á þægindi. Eftir kynninguna bauð Tesla gestum sínum að fá bíltúr í upprunalegu gerð bílsins. Blaðamaður CNN segir fara vel um fjóra einstaklinga í bílnum, en fimm væru ef til vill of mikið.

Hér má sjá myndband sem Tesla birti á Facebook:

Meet Model 3 – Make your reservation at Tesla.com #Model3

Posted by Tesla on Thursday, March 31, 2016

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“